Erlent

Óttast að fleiri hundruð hafi drukknað í Miðjarðarhafi

Atli Ísleifsson skrifar
Rúmlega tvö þúsund flóttamenn hafiadrukknað það sem af er ári í tilraunum sínum til að komast yfir Miðjarðarhaf frá norðurströnd Afríku til Evrópu.
Rúmlega tvö þúsund flóttamenn hafiadrukknað það sem af er ári í tilraunum sínum til að komast yfir Miðjarðarhaf frá norðurströnd Afríku til Evrópu. Vísir/AFP
Starfsmenn írsks varðskips sem siglir á Miðjarðarhafi hafa greint frá því að bátur með sjö hundruð flóttamönnum um borð hafi hvolft undan strönd Líbíu í dag.

AP greinir frá því að 150 manns hafi sést í sjónum á slysstaðnum, en neyðarkall hafði borist frá bátnum skömmu áður.

Þegar fyrsta björgunarskipið kom á vettvang fóru allir yfir á aðra hlið bátsins með þeim afleiðingum að honum hvolfdi.

Búið er að bjarga um hundrað manns úr sjónum, en óttast er að nokkur hundruð hafi drukknað. Björgunaraðgerðir standa enn yfir.

Alþjóðaflóttamannastofnunin IOM greindi frá því í gær að rúmlega tvö þúsund flóttamenn hafi drukknað það sem af er ári í tilraunum sínum til að komast yfir Miðjarðarhaf frá norðurströnd Afríku til Evrópu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×