Erlent

32 þúsund flóttamenn til annarra ESB landa

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Upphaflega átti að flytja 40 þúsund flóttamenn til innan ESB landa.
Upphaflega átti að flytja 40 þúsund flóttamenn til innan ESB landa. vísir/epa
Ráðherrar Evrópusambandsríkjanna komust á fundi þeirra í Brussel í gær að samkomulagi um flutning rúmlega 32 þúsund flóttamanna frá Ítalíu og Grikklandi til annarra Evrópusambandsríkja í október næstkomandi. Upphaflega hafði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagt til að fjörutíu þúsund flóttamönnum yrðu veitt hæli í en lagðist sú áætlun ekki vel í öll Evrópusambandslöndin.

Yfir hundrað og fimmtíu þúsund manns hafa flúið heimili sín á þessu ári vegna stríðs og fátæktar. Bróðurpartur þeirra hefur leitað til Grikklands eða Ítalíu og eru löndin tvö að þolmörkum komin. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×