Erlent

Um 2.000 flóttamenn reyndu að komast til Bretlands

Atli Ísleifsson skrifar
Miklar seinkanir hafa orðið á lestarsamgöngum vegna atviksins.
Miklar seinkanir hafa orðið á lestarsamgöngum vegna atviksins. Vísir/AFP
Um tvö þúsund flóttamenn reyndu að komast til Bretlands um göngin undir Ermarsund í kvöld.

Mikill fjöldi reyndi að ryðja sér leið inn í umferðarmiðstöðina í Calais og slösuðust nokkrir.

Í frétt BBC segir að forsvarsmenn Ermarsundsgangnanna hafi þurft að fást við mikinn straum flóttamanna sem hafa reynt að komast yfir til Bretlandseyja síðustu mánuði. Nokkur dauðsföll hafa komið upp.

Miklar seinkanir hafa orðið á lestarsamgöngum vegna atviksins, þar sem um klukkustunda seinkun varð á lestinni Bretlandsmegin, en þrjátíu mínútna Frakklandsmegin sundsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×