Lífið

Ásgeir Orri: Fáránlega mikil orka í loftinu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
„Það er svo mikil orka í loftinu að það er fáránlegt. Maður bara getur ekki verið kyrr,“ sagði Ásgeir.
„Það er svo mikil orka í loftinu að það er fáránlegt. Maður bara getur ekki verið kyrr,“ sagði Ásgeir. vísir/eurovisiontv
„Takk fyrir,“ kallaði María Ólafsdóttir til ákafra áhorfenda eftir síðustu æfingu sína á stóra sviðinu í Vín í dag fyrir dómararennslið sem fram fer í kvöld.

Dómnefndin hefur helmingsvægi á móti atkvæðum í símakosningu og því kvöldið í kvöld afar mikilvægt fyrir íslenska hópinn.

Rétt áður en hópurinn steig á svið.vísir/eurovisiontv
Stemningin var góð hjá íslenska hópnum sem segir andrúmsloftið rafmagnað.

Stress sé aðeins farið að gera vart við sig en tilhlökkunin gríðarleg.

„Það er svo mikil orka í loftinu að það er fáránlegt. Maður bara getur ekki verið kyrr,“ sagði Ásgeir Orri Ásgeirsson, einn lagahöfunda Unbroken, þegar Davíð Lúther Sigurðarson hjá Silent náði af honum tali fyrir æfinguna í dag.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá þegar hópurinn kom í höllina fyrir æfinguna og undirbjó sig fyrir æfinguna. Friðrik Dór, Selma Björnsdóttir, strákarnir í StopWaitGo og allur hópurinn er greinilega mjög vel stemmdur.

María negldi æfinguna í dag af öryggi.Vísir/Eurovision
„Við erum mjög ánægð með græna herbergið, við erum fyrir miðjum sal,“ segir Pálmi Ragnar Ásgeirsson lagahöfundur.

Í lok myndbandsins stígur María síðan á sviðið og syngur lagið af miklu öryggi.

Seinna undanúrslitakvöld Eurovision fer fram á morgun klukkan 19 og verður María tólfta á svið.

Þá ræðst það hvort Íslendingar haldi áfram í aðalkeppnina á laugardag.

Fyrra undanúrslitakvöldið fór fram í gær og komust þá tíu þjóðir áfram af sextán.

Hvaða Eurovision-lög eru best þetta árið? Taktu þátt í könnun Vísis hér.

Tengdar fréttir

„Líf mitt er á krossgötum í augnablikinu“

„Ég fór úr því að lifa mjög miklu einkalífi yfir í að allt í einu vita allir allt um mann. Svo ég þarf að hafa fyrir því að halda persónulegum hlutum fyrir mig,“ segir María Ólafsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×