Erlent

Um fjörutíu flóttamenn sagðir hafa drukknað í Miðjarðarhafinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Hjálparsamtökin Save the Children, segja að um 40 flóttamenn hafi drukknað þegar fley þeirra sökk á milli Líbýu og Sikileyjar. Fragtskip kom flóttafólkinu til bjargar, en eftirlifendur segja að 137 manns hafi verið um borð í slöngubát. Báturinn sprakk, eða loftið lak úr honum og margir þeirra sem voru um borð féllu útbyrðis.

Talið er að atvikið hafi átt sér stað á sunnudaginn en eftirlifendur voru fluttir að landi í Ítalíu nú í morgun, samkvæmt BBC. Ekki er þó ljóst hve margir létu lífið, en eftirlifendur hafa gefið upp mismunandi fjölda látinna.

Samkvæmt ítölsku landhelgisgæslunni var rúmlega 5.800 flóttamönnum bjargað af 17 skipum og bátum við strendur Líbýu um helgina. Þá fundust tíu lík í Miðjarðarhafinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×