Erlent

Breskir íhaldsmenn auka forskot sitt í könnunum

Atli Ísleifsson skrifar
Flokkur David Cameron forsætisráðherra hefur verið að styrkja sig í kosningabaráttunni.
Flokkur David Cameron forsætisráðherra hefur verið að styrkja sig í kosningabaráttunni. Vísir/AFP
Breskir íhaldsmenn mælast nú með 39 prósent fylgi og hafa aukið fylgið frá síðustu könnun Guardian.

Verkamannaflokkurinn mælist næststærstur eða með 33 prósent fylgi og hefur fylgi flokksins dregist saman um tvö prósentustig milli kannanna.

Frjálslyndir mælast með átta prósenta fylgi og Breski sjálfstæðisflokkurinn (Ukip) og Græningjar báðir með sjö prósent.

Í frétt Guardian segir að Íhaldsmenn hafi ekki mælst stærri síðan í mars 2012, en kosningar fara fram í Bretlandi þann 7. maí.

Könnunin var gerð fyrir breska blaðið Guardian og ICM og framkvæmd um helgina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×