Innlent

Íslendingar meðal þeirra hæstu í heiminum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Meðalhæð karla á Íslandi árið 2012 var 180,8 sentímetrar. Meðalhæð kvenna var 167,1 sentímetrar.

Þessar tölur eru byggðar á niðurstöðum rannsóknarinnar Heilsa og líðan Íslendinga frá árunum 2007 og 2012. Niðurstaðan er byggð á svörum þátttakenda við spurningalista, en ekki mælingum heilbrigðistarfsfólks. Einhver óvissa fylgir úrtaksrannsóknum sem þessari, þrátt fyrir stórt úrtak.

Meðfylgjandi tafla byggir á svörum 5.755 þátttakenda rannsóknarinnar frá 2007 og 6.458 þátttakenda frá 2012.

Mynd/Embætti Landlæknis
Í samanburði við aðrar þjóðir eru Íslendingar með hávaxnari þjóðum, samkvæmt ýmsum heimildum. Hér að neðan má til dæmis sérstaklega sjá kort sem sýnir meðalhæða karlmanna víða um heim.

Meðal hæð karlmanna á heimsvísu er um 172 sentímetrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×