Lífið

Níu barna móðir á Eyrarbakka

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir skrifar
„Mér finnst það umhugsunarvert að konur, eða hjón, setji vinnuna framar en fjölskylduna. Þetta er eitthvað sem þú hefur alltaf. Hitt ekki endilega,“ segir Hildur Jónsdóttir, sem kemur fram í öðrum þætti af Margra barna mæðrum í kvöld.

Hildur og eiginmaður hennar Ragnar Gestsson eiga saman níu börn á aldrinum 5 mánaða til tæplega 20 ára.

Þau tóku meðvitaða ákvörðun um að eignast stóra fjölskyldu eftir að hafa hitt þýskan prest og konu hans sem áttu saman 10 börn. Fljótlega eftir það hættu þau að stjórna barneignum sínum og bjóða börnin velkomin þegar þeim hentar að koma.

Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir í sex herbergja húsi á Eyrarbakka en það var meðal annars húsnæðisverð sem varð til þess að þau festu þar kaup á fasteign. Enda þarf ýmislegt að ganga upp til að hægt sé að framfleyta ellefu manns á launum eins smíðakennara, líkt og þeim hjónum tekst að gera.

„Maður þarf að læra nýtni og að sleppa hlutum sem maður leyfði sér áður,” segir Hildur meðal annars í þættinum. Yngsta dóttir hennar er 5 mánaða og Hildur segist ekki viss um hvort þau verði fleiri, en að 10 sé óneitanlega falleg tala.

„Við bíðum bara spennt.”

Margra barna mæður hefst klukkan 20.05 á Stöð 2 í kvöld.


Tengdar fréttir

Notar yfir 400 bleyjur á mánuði

Ósk Stefánsdóttir og eiginmaður hennar, Bandaríkjamaðurinn Greg Eiden, eiga líklega Íslandsmet í að eignast mörg börn á skömmum tíma.

Mæðir á margra barna mæðrum

Leyndardómar ofurkvennanna afhjúpaðir. Sigrún Ósk velti fyrir sér hvernig margra barna mæður færu að eftir að hún eignaðist sín börn, leitaði til þeirra og úr varð sjónvarpssería.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×