Innlent

Alfreð Örn lýsir yfir sakleysi sínu

Jakob Bjarnar skrifar
Alfreð Örn Clausen vísar því á bug að hann sé í felum, en til Bandaríkjanna ætlar hann ekki því þá yrði honum stungið beint í fangelsi.
Alfreð Örn Clausen vísar því á bug að hann sé í felum, en til Bandaríkjanna ætlar hann ekki því þá yrði honum stungið beint í fangelsi. MYND/EMBÆTTI SAKSÓKNARA SAN BERNARDINO
Alfreð Örn Clausen hefur verið nokkuð í fréttum undanfarinn sólarhringinn; hann er eftirlýstur vegna fjársvikamála, þjófnaðar og peningaþvættis í Bandaríkjunum, sem skipta milljörðum. Áður hefur hann verið sagður viðriðinn fjársvikamáli sem tengist hálsbindasölu.

Lögmaður Alfreðs, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, var að senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins en þar segir meðal annars að Alfreð Örn sé íslenskur ríkisborgari, hann hafi verið hér hér á landi í um fimm mánuði, hann sé ekki í felum eða á flótta. Og: Hinar meintu sakir sem bornar eru á Alfreð Örn um þjófnað og peningaþvætti eiga ekki við rök að styðjast.

Vilhjálmur greinir frá að Alfreð Örn hafi lýst sig viljugan að ræða við íslensk lögregluyfirvöld sem og bandarísk hér á landi en til Bandaríkjanna ætli hann ekki því þá þurfi hann að sitja í fangelsi þangað til málið er tekið fyrir. Það gæti tekið 2-3 ár.

Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér neðar.


Tengdar fréttir

Fengu greitt fyrir að lofa upp í ermina

Alfreð Örn, ásamt tveimur Bandaríkjamönnum, buðu upp á aðstoð við endurfjármögnun lána – þjónustan átti að vinnast af lögmönnum en var sett í hendur ólöglærðra sem fóru fram á fyrirframgreiðslu og hirtu mánaðarlegar greiðslur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×