Innlent

Lögregla í Kalíforníu leitar Íslendings í tengslum við milljarðasvindl

Bjarki Ármannsson skrifar
Alfreð Örn Clausen.
Alfreð Örn Clausen. Mynd/Embætti saksóknara San Bernardino
Lögregla í Kalíforníu í Bandaríkjunum leitar nú 41 árs Íslendings sem grunaður er um aðild að umfangsmiklu svikamáli. Að því er kom fram í kvöldfréttum RÚV er maðurinn staddur á Íslandi og segist ekki viss hvort hann muni gefa sig fram til lögreglu.

Alfreð Örn Clausen er sagður hafa stolið um 44 milljónum Bandaríkjadala, eða um 6.1 milljörðum íslenskra króna. Hann á að hafa svikið pening frá viðskiptavinum lögfræðistofu hans sem leituðust eftir því að endursemja um lánagreiðslur sínar.

„Þetta er mjög flókið og skrýtið mál en við gerðum ekkert rangt,“ sagði Alfreð í viðtali við RÚV nú í kvöld.

Tveir samstarfsmenn Alfreðs, þeir Stephen Siringoringo og Joshua Michael Cobb, voru handteknir í tengslum við málið þann 5. mars síðastliðinn og sama dag var Alfreð ákærður. Þeir Siringorino og Cobb eru nú í haldi lögreglu og segir í bandarískum miðlum að þeir gætu átt von á allt að þrjátíu ára fangelsisdóm ef þeir eru sakfelldir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×