Erlent

Tveir menn ákærðir fyrir morðið á Nemtsov

Samúel Karl Ólason skrifar
Öryggisgæsla við dómshúsið var gífurleg í dag.
Öryggisgæsla við dómshúsið var gífurleg í dag. Vísir/EPA

Tveir menn hafa verið ákærðir í tengslum við morðið á rússneska stjórnmálamanninum Boris Nemtsov. Mennirnir voru handteknir í gær og færðir fyrir dómara í dag en þeir báðir frá Tsjetsjeníu. Mennirnir eru sakaðir um að hafa skipulagt og framið morðið en þrír aðrir eru einnig í haldi rússnesku lögreglunnar grunaðir um aðild að málinu.



Þeir verða væntanlega færðir fyrir dómara síðar í dag. Nemtsov var skotinn til bana í Moskvu á föstudag í síðustu viku en hann var einn helsti andstæðingur Vladimir Pútíns forseta Rússlands.



Samkvæmt AP fréttaveitunni munu þrír aðrir fara fyrir dómara í dag, en ekki liggur fyrir hvernig þeir tengjast málinu.



Ákærðu mennirnir tveir heita Zaur Dadaev og Anzor Gubashev. Dadaev er sagður vera fyrrverandi hermaður sem barðist í Tsjetsjeníu en Gubashev vann fyrir öryggisfyrirtæki í Moskvu.


Tengdar fréttir

Vill stöðva pólitísk morð

Vladimir Putin, forseti Rússlands, segir pólitísk morð í Rússlandi vera skammarleg og vill að þeim verði hætt.

Fjöldi fólks við útförina

Boris Nemtsov var borinn til grafar í Moskvu í gær. Þúsundir manna voru við útförina. Kærasta hans sögð hafa fengið að fara til Úkraínu á mánudag.

Tugþúsundir minnast Boris Nemtsovs

Stjórnarandstæðingurinn Boris Nemtsov var skotinn til bana í Moskvu á föstudag. Þúsundir mótmælenda komu saman í Moskvu í gær til að minnast Nemtsovs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×