Viðskipti innlent

Forstjóri Lego dansaði af ánægju

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lego er enn mjög vinsælt leikfang.
Lego er enn mjög vinsælt leikfang. Vísir/EPA
Sala á Legokubbum jókst stórlega á síðasta ári, samkvæmt ársreikningi Lego sem birtur var í morgun. Tekjur Lego jukust um 13 prósent frá fyrra ári. Tekjurnar námu 28,6 milljörðum danskra króna, 560 milljörðum króna, en var um 506 milljarðar árið á undan.

„Ég er ánægður með að við skyldum hafa náð að búa til leikföng af miklum gæðum fyrir milljónir barna um allan heim. Þessi ársreikningur er mikið ánægjuefni fyrir okkur,“ segir Jørgen Vig Knudstorp, forstjóri Lego Group, í fréttatilkynningu.

Hagnaður Lego fór úr 6,1 milljörðum danskra króna árið 2013 í 7 milljarða árið 2014.

Það var einkum Lego City, Lego Star Wars og Lego Friends, sem seldust vel á síðasta ári.

Forstjórinn hreinlega dansaði þegar hann tilkynnti uppgjörið eins og sjá má hér að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×