Erlent

Neita að framlengja í lánum Grikkja

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands. Vísir/Getty
Þjóðverjar hafa hafnað því að Grikkir fái sex mánaða framlengingu á eldri lánasamningum sínum, en farið var fram á það fyrr í dag að framlengt yrði í lánunum frekar en að þau yrðu endurnýjuð.

Ströng skilyrði voru sett fyrir því að framlengt yrði í lánunum en haft er eftir þýska fjármálaráðherranum Wolfgang Schaeuble að tillaga Grikkja uppfylli ekki þau skilyrði.

Áður en neitunin kom frá Þýskalandi hafði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tekið vel í þann möguleika að framlengja í lánum Grikklands. Til stóð að ræða tillögu Grikkja á fundi fjármálaráðherra ESB í Brussel á morgun.

Mikill þrýstingur er á grískum stjórnvöldum að ná samningi við ESB, þar sem hætta er á að gríska ríkið hafi ekki úr neinum fjármunum að spila við loka mánaðarins ef fram heldur sem horfir.


Tengdar fréttir

Viðræðum miðar lítið áfram

Janis Varúfakis, fjármálaráðherra Grikklands, hefur ásamt fleiri ráðamönnum setið á fundum í Brussel undanfarið og reynt að ná samkomulagi við ESB um framhald efnahagsaðstoðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×