"Mér þykir mjög gaman að taka þátt í þessu. Maður er svo einangraður á Íslandi“ Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. september 2014 11:30 Aðalbjörg er að vonum ánægð með viðurkenninguna. vísir/valli „Ég fékk tölvupóst í sumar þar sem mér var boðið að vera með í American Art Awards-samkeppninni og það var mikill heiður,“ segir listakonan Aðalbjörg Þórðardóttir en verk hennar lenti í öðru sæti í virtri málverkasamkeppni á vegum American Art Awards. Verkið hennar ber titilinn Trú eða Faith og var í öðru sæti í flokknum Fantasy landscape. „Verkið er olía á striga, 150x100 cm. Í ár voru innsendingar frá um fimmtíu löndum og 25 bestu galleríin í Bandaríkjunum dæma þær. Flokkarnir í samkeppninni eru fimmtíu og svo eru sex verk valin í hverjum flokki,“ segir Aðalbjörg um fyrirkomulagið. Umrædd samkeppni hefur verið haldin á hverju ári síðan 2008. Hún er þó ekki viss af hverju henni hlotnaðist sá heiður að taka þátt í keppninni. „Ég vissi ekki neitt en fékk bara bréf um þetta. Ég hef í raun ekki hugmynd af hverju þeir buðu mér en þeir hafa líklega séð þetta á vefsíðunni minni.” Aðalbjörg er með heimasíðu sem hefur verið í umferð og hefur hún fengið viðbrögð víðsvegar að úr heiminum við verkum sínum. „Mér þykir mjög gaman að taka þátt í þessu. Maður er svo einangraður á Íslandi, þetta er gluggi út í veröldina og það á eftir að koma í ljós hvað þetta hefur í för með sér,“ bætir Aðalbjörg við.Málverkið sem lenti í öðru sæti.Hún starfar sem grafískur hönnuður og hefur til að mynda hannað ýmis merki sem fólk kannast eflaust við, líkt og merki Sinfóníuhljómsveitar Íslands og merki Íslenskrar erfðagreiningar. Samhliða hönnuninni hefur hún verið iðin við að mála og hélt sína fyrstu einkasýningu árið 2007 og hefur haldið nokkrar síðan. Undanfarin ár hefur hún mest verið að mála svani. „Ég heillaðist af þeim vegna margslunginnar táknrænu þeirra, þeir skipa sérstakan sess í þjóðtrú og menningu allra þjóða sem á annað borð þekkja til þeirra og goðsagnir og ævintýri spunnist í kringum þá. Þeir eru svo fagrir og tignarlegir, að þeir fá fólk til að velta upp spurningum um tilvist sína, lífið, dauðann og guðdómleikann. En upp á síðkastið hef ég verið að færa mig frá svönum og fóta mig í annars konar myndefni, en er þó alltaf að fást við birtuna og reyni gjarnan að tjá eitthvað sem er aðeins ofan og utan við áþreifanlega veröld okkar. Myndin í öðru sæti er dæmi um það,“ útskýrir Aðalbjörg. Enn hefur ekki verið tilkynntur lokasigurvegari í heildarkeppninni þannig að Aðalbjörg gæti náð sér í sigur í heildarkeppninni. Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ég fékk tölvupóst í sumar þar sem mér var boðið að vera með í American Art Awards-samkeppninni og það var mikill heiður,“ segir listakonan Aðalbjörg Þórðardóttir en verk hennar lenti í öðru sæti í virtri málverkasamkeppni á vegum American Art Awards. Verkið hennar ber titilinn Trú eða Faith og var í öðru sæti í flokknum Fantasy landscape. „Verkið er olía á striga, 150x100 cm. Í ár voru innsendingar frá um fimmtíu löndum og 25 bestu galleríin í Bandaríkjunum dæma þær. Flokkarnir í samkeppninni eru fimmtíu og svo eru sex verk valin í hverjum flokki,“ segir Aðalbjörg um fyrirkomulagið. Umrædd samkeppni hefur verið haldin á hverju ári síðan 2008. Hún er þó ekki viss af hverju henni hlotnaðist sá heiður að taka þátt í keppninni. „Ég vissi ekki neitt en fékk bara bréf um þetta. Ég hef í raun ekki hugmynd af hverju þeir buðu mér en þeir hafa líklega séð þetta á vefsíðunni minni.” Aðalbjörg er með heimasíðu sem hefur verið í umferð og hefur hún fengið viðbrögð víðsvegar að úr heiminum við verkum sínum. „Mér þykir mjög gaman að taka þátt í þessu. Maður er svo einangraður á Íslandi, þetta er gluggi út í veröldina og það á eftir að koma í ljós hvað þetta hefur í för með sér,“ bætir Aðalbjörg við.Málverkið sem lenti í öðru sæti.Hún starfar sem grafískur hönnuður og hefur til að mynda hannað ýmis merki sem fólk kannast eflaust við, líkt og merki Sinfóníuhljómsveitar Íslands og merki Íslenskrar erfðagreiningar. Samhliða hönnuninni hefur hún verið iðin við að mála og hélt sína fyrstu einkasýningu árið 2007 og hefur haldið nokkrar síðan. Undanfarin ár hefur hún mest verið að mála svani. „Ég heillaðist af þeim vegna margslunginnar táknrænu þeirra, þeir skipa sérstakan sess í þjóðtrú og menningu allra þjóða sem á annað borð þekkja til þeirra og goðsagnir og ævintýri spunnist í kringum þá. Þeir eru svo fagrir og tignarlegir, að þeir fá fólk til að velta upp spurningum um tilvist sína, lífið, dauðann og guðdómleikann. En upp á síðkastið hef ég verið að færa mig frá svönum og fóta mig í annars konar myndefni, en er þó alltaf að fást við birtuna og reyni gjarnan að tjá eitthvað sem er aðeins ofan og utan við áþreifanlega veröld okkar. Myndin í öðru sæti er dæmi um það,“ útskýrir Aðalbjörg. Enn hefur ekki verið tilkynntur lokasigurvegari í heildarkeppninni þannig að Aðalbjörg gæti náð sér í sigur í heildarkeppninni.
Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira