Ekki rétt að engin endurmenntun sé í gangi Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. apríl 2014 06:00 Tinna Helgadóttir gagnrýndi uppeldisstarfið. Vísir/Daníel „Tinna er frábær þjálfari og ég hef oft fengið hana til mín að þjálfa en hún býr í Danmörku og veit ekki alveg hvað er að gerast hérna heima,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir, formaður fræðslunefndar Badmintonsambands Íslands og yfirþjálfari hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar. Anna Lilja hafði samband við Fréttablaðið í kjölfar viðtals sem birtist við Tinnu Helgadóttur, þrefaldan Íslandsmeistara í badminton, sem starfar sem yfirþjálfari hjá Værlöse í Danmörku. Gagnrýndi Tinna barna- og unglingastarfið hér heima og fannst skrítið að yngra fólk, á borð við hana sjálfa, fengi ekki starf, t.a.m. í stærsta félaginu, TBR, þar sem sömu þjálfararnir hafa verið í mörg ár. Sagði hún lítið um endurmenntun þjálfara hér á landi. „Það er ekki rétt. Nú síðast í janúar var Daninn Peder Gade, einn besti spilari sögunnar, hér á landi og hélt fyrirlestur fyrir badmintonþjálfara og var svo með æfingar. Árið á undan kom líka annar Dani hingað sem bjó til Miniton-kerfið. Sambandið sendir svo að lágmarki þrjá þjálfara út á námskeið á ári hverju,“ segir Anna Lilja. Tinna benti einnig á að badminton væri því miður farið of mikið að einskorðast við Reykjavík og félög að leggjast af úti á landi. Önnu fannst leiðinlegt að hún hafði Siglufjörð með í þeirri upptalningu en þar er unnið gott og mikið starf. „Siglufjörður var með næstfjölmennasta hópinn á síðasta Íslandsmóti unglinga. Þar er hrikalega öflug kona með starfið og aldrei verið fleiri krakkar að æfa. Stærstur hluti krakkanna þar í bæ iðkar badminton,“ segir hún. Anna segir að auðvitað megi alltaf bæta og efla starfið en bendir á að þegar kemur að því að fá unga krakka til að iðka badminton sé í gangi verkefni sem kallast „shuttle-time“. Það er skólaátak og hafa yfir 100 íþróttakennarar sótt kennslu á vegum sambandsins til að geta miðlað þeirri þekkingu í skólunum. „Kosturinn við badminton er að krakkar koma ekkert bara til að keppa. Hjá okkur má æfa án þess. Við erum með fullt af krökkum sem koma bara til að hreyfa sig sem er hið besta mál,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir. Innlendar Tengdar fréttir Vantar að þora að gera krakkana eins góða og hægt er Tinna Helgadóttir, þrefaldur Íslandsmeistari í badminton, er ekki kát með barna- og unglingastarf á Íslandi. Hún þjálfar í Danmörku en býðst ekki starf á Íslandi. 9. apríl 2014 06:30 Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Baldur: Yrði hissa ef minn sjúkraþjálfari myndi fara í svona baráttu Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Albert ekki með gegn Genoa er Fiorentina vann fjórða leikinn í röð Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum Kane steig á andlit en slapp við rautt: „Augljóst að dómarinn var í Bayern treyju“ Kallað eftir afsögn Gerrards Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Enginn verðlaunahafi í fyrra á meðal keppenda Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Haraldur hættir hjá Víkingi Áfall fyrir Cloé Eyju og enginn fótbolti næstu mánuði Jürgen Klopp: Ég vil ekki stíga á neinar tær Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Sjá meira
„Tinna er frábær þjálfari og ég hef oft fengið hana til mín að þjálfa en hún býr í Danmörku og veit ekki alveg hvað er að gerast hérna heima,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir, formaður fræðslunefndar Badmintonsambands Íslands og yfirþjálfari hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar. Anna Lilja hafði samband við Fréttablaðið í kjölfar viðtals sem birtist við Tinnu Helgadóttur, þrefaldan Íslandsmeistara í badminton, sem starfar sem yfirþjálfari hjá Værlöse í Danmörku. Gagnrýndi Tinna barna- og unglingastarfið hér heima og fannst skrítið að yngra fólk, á borð við hana sjálfa, fengi ekki starf, t.a.m. í stærsta félaginu, TBR, þar sem sömu þjálfararnir hafa verið í mörg ár. Sagði hún lítið um endurmenntun þjálfara hér á landi. „Það er ekki rétt. Nú síðast í janúar var Daninn Peder Gade, einn besti spilari sögunnar, hér á landi og hélt fyrirlestur fyrir badmintonþjálfara og var svo með æfingar. Árið á undan kom líka annar Dani hingað sem bjó til Miniton-kerfið. Sambandið sendir svo að lágmarki þrjá þjálfara út á námskeið á ári hverju,“ segir Anna Lilja. Tinna benti einnig á að badminton væri því miður farið of mikið að einskorðast við Reykjavík og félög að leggjast af úti á landi. Önnu fannst leiðinlegt að hún hafði Siglufjörð með í þeirri upptalningu en þar er unnið gott og mikið starf. „Siglufjörður var með næstfjölmennasta hópinn á síðasta Íslandsmóti unglinga. Þar er hrikalega öflug kona með starfið og aldrei verið fleiri krakkar að æfa. Stærstur hluti krakkanna þar í bæ iðkar badminton,“ segir hún. Anna segir að auðvitað megi alltaf bæta og efla starfið en bendir á að þegar kemur að því að fá unga krakka til að iðka badminton sé í gangi verkefni sem kallast „shuttle-time“. Það er skólaátak og hafa yfir 100 íþróttakennarar sótt kennslu á vegum sambandsins til að geta miðlað þeirri þekkingu í skólunum. „Kosturinn við badminton er að krakkar koma ekkert bara til að keppa. Hjá okkur má æfa án þess. Við erum með fullt af krökkum sem koma bara til að hreyfa sig sem er hið besta mál,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir.
Innlendar Tengdar fréttir Vantar að þora að gera krakkana eins góða og hægt er Tinna Helgadóttir, þrefaldur Íslandsmeistari í badminton, er ekki kát með barna- og unglingastarf á Íslandi. Hún þjálfar í Danmörku en býðst ekki starf á Íslandi. 9. apríl 2014 06:30 Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Baldur: Yrði hissa ef minn sjúkraþjálfari myndi fara í svona baráttu Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Albert ekki með gegn Genoa er Fiorentina vann fjórða leikinn í röð Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum Kane steig á andlit en slapp við rautt: „Augljóst að dómarinn var í Bayern treyju“ Kallað eftir afsögn Gerrards Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Enginn verðlaunahafi í fyrra á meðal keppenda Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Haraldur hættir hjá Víkingi Áfall fyrir Cloé Eyju og enginn fótbolti næstu mánuði Jürgen Klopp: Ég vil ekki stíga á neinar tær Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Sjá meira
Vantar að þora að gera krakkana eins góða og hægt er Tinna Helgadóttir, þrefaldur Íslandsmeistari í badminton, er ekki kát með barna- og unglingastarf á Íslandi. Hún þjálfar í Danmörku en býðst ekki starf á Íslandi. 9. apríl 2014 06:30
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn