Viðskipti innlent

Hátt í 500 þúsund lítrar af jólabjór í landann

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Jólabjórinn hefur notið vaxandi vinsælda hér á landi síðustu ár.
Jólabjórinn hefur notið vaxandi vinsælda hér á landi síðustu ár. vísir/stefán
Á einum mánuði hafa selst rúmlega 489 þúsund lítrar af jólabjór í verslunum ÁTVR. Þar af hafa selst um 195 þúsund lítrar af Tuborg jólabjórnum, sem gerir hann að langvinsælasta jólabjórnum. 

Heildarsala á bjór er nánast alveg sú sama og á sama tíma í fyrra, eða um 0,04 prósentum minni. Á síðasta ári var hún 489.727 lítrar en í ár 489.553 lítrar.

Tuttugu og níu tegundir af jólabjór komu í vínbúðir hinn 14. nóvember. Þar af eru sjö uppseldar. Því er nokkuð gott úrval eftir af jólabjór og ekki ástæða til að ætla að bjórinn seljist upp á næstu dögum, en sölutímabilinu líkur 6. janúar.

Jólabjór hefur notið vaxandi vinsælda hér á landi á undanförnum árum en salan í fyrra nam 616.000 lítrum. Var það 7,5% aukning milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×