Viðskipti innlent

Qlik kaupir Datamarket

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Valli

Fyrirtækið Qlik hefur keypt íslenska fyrirtækið Datamarket fyrir um 1,6 milljarð króna. Höfuðstöðvar Qlik eru í Bandaríkjunum en fyrirtækið er sænskt að uppruna og er enn með starfsemi þar.

Hjálmar Gíslason stofnandi og framkvæmdastjóri Datamarket, segir að þjónusta við viðskiptavini Datamarket hér á Íslandi muni ekki breytast og að fjárfest verði í frekari þróun hér á landi. Að fyrirtækið verði ekki flutt frá Íslandi.

Samkvæmt skýrslu sem Qlik sendi til Nasdaq kauphallarinnar er hámarkskaupverð Datamarket 13,5 milljónir dala, eða um 1,6 milljarður króna.

Í pistli á heimasíðu sinni segist Hjálmar vera stoltur yfir því að hafa leitt uppbyggingu Datamarket, en umfram allt sé þetta árangur heildarinnar.

„Tækniþróunarsjóður og endurgreiðsla rannsóknar- og þróunarkostnaðar frá Ríkinu skipti okkur líka miklu. En umfram allt er þetta samt árangur starfsmanna, bæði núverandi og fyrrverandi. Þið hafið búið til afburðatækni sem nú finnur sér farveg á markað í gegnum stórt og alþjóðlegt fyrirtæki – og gæti breytt markaði viðskiptagreindarlausna til frambúðar þegar nýjum lausnum verður hleypt af stokkunum undir merkjum Qlik.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,11
14
50.451
ICEAIR
2,95
34
234.414
SIMINN
2,83
27
416.767
REGINN
2,29
14
153.964
EIM
2,23
15
226.541

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
-0,39
12
242.543
SYN
-0,23
9
140.003
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.