Banabiti bóksölu? Stjórnarmaðurinn skrifar 8. október 2014 08:59 Fjárlagafrumvarpið hefur verið í umræðunni nýverið, og sitt sýnist hverjum. Helstu neikvæðniraddirnar snúa að hækkun lægra þreps virðisaukaskatts úr 7% í 12%. Bændasamtökin, VR og ASÍ voru meðal þeirra sem vöruðu við áhrifum hækkana á matvöru. Þau rök hafa að mestu verið hrakin og verða því ekki gerð að umræðuefni hér. Hækkun lægra þrepsins hefur þó ekki aðeins áhrif á matvöru, heldur einnig á t.d. bóksölu. Stjórnarmanninum hefur fundist athyglisvert að fylgjast með dómsdagsspám rithöfunda, útgefenda og bóksala um áhrif hækkunarinnar. Sala bóka er þó töluvert fyrirferðarminni í þjóðhagsreikningum Íslands en sala á matvöru, en viðbrögðin frá þessum hagsmunaaðilum hafa síst verið lágværari. Þeir hafa áhyggjur af því að hækkun virðisaukaskatts á bækur muni minnka sölu bókmennta hérlendis. Þessar áhyggjur eru eðlilegar enda myndi minni sala á bókmenntum hafa bein áhrif á tekjur þeirra sjálfra. Rökin sem þeir beita gegn hækkuninni eru þó önnur. Hallgrímur Helgason benti á að bransinn er í mjög viðkvæmu jafnvægi sem hækkunin gæti hæglega raskað, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Lesa má af orðum Hallgríms að hann telji bókaútgáfu geta lagst af ef fram fer sem horfir. Andri Snær Magnason telur að hækkunin geti haft áhrif á eftirspurn eftir bókum, sér í lagi hjá ungu fólki, með alvarlegum afleiðingum fyrir læsi þess. Rök Hallgríms og Andra halda þó ekki. Ekkert orsakasamband er á milli útgefinna bóka á Íslandi og virðisauka hverju sinni. Þetta er hægt að gaumgæfa á vef Hagstofu. Aðrar markaðsaðstæður, svo sem stærð markhóps og fjöldi útgefinna titla, hafa töluvert meiri áhrif á verðlag bóka og þar af leiðandi eftirspurn. Þetta sést greinilega þegar verð bóka án virðisauka er borið saman við önnur lönd. Stjórnarmaðurinn er einhuga fylgjandi breytingunum. Það er hann þrátt fyrir að vera almennt séð ekki sérlega hrifinn af skattahækkunum og þrátt fyrir að vera sólginn í reyfara, sem hann les til jafns við ársreikninga og hagtölur. Breytingarnar á virðisaukaskattskerfinu eru nauðsynlegar. Ógagnsæjum vörugjöldum er skipt út fyrir eitt skattþrep og undanþágum til sérhagsmunaaðila eytt. Auðvitað er erfitt að kyngja þessum breytingum fyrir þá sem verða fyrir þeim, en einfaldara kerfi með skilvirkari verðmyndun og meiri samkeppni er hagur okkar allra. Stjórnarmaðurinn hnaut um auglýsingu er hann vafraði um Facebook yfir kaffinu. Fyrirsögn auglýsingarinnar var Rýmingarsala á rafbókum! Fyrir hverju átti að rýma er erfitt að segja, enda ólíklegt að rafbækurnar taki mikið pláss í hillum þessa ágæta bóksala. Stjórnarmaðurinn var þó ekki lengi að skella sér á eintak, enda 1.490 kr. fyrir Arnald gjöf en ekki gjald.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Fimm dagar og 630 þúsund krónur Stjórnarmaðurinn staðnæmdist við orð Huga Halldórssonar, framkvæmdastjóra Stórveldisins, í Viðskiptablaðinu nú í vikunni. Hugi kvartaði þar undan því að þurfa að stofna einkahlutafélög í gríð og erg vegna endurgreiðslna frá stjórnvöldum á kostnaði við innlenda framleiðslu á afþreyingarefni. 24. september 2014 11:00 Vondir útlendingar Forvitnilegt hefur verið að fylgjast með útboðsferli Isavia í tengslum við verslunarrými á Keflavíkurflugvelli. Kaffitár er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa verið með aðstöðu í Leifsstöð, og raunar er það fastur liður hjá stjórnarmanninum að stoppa í einn tvöfaldan áður en hann fer í morgunflug. 1. október 2014 15:00 Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Fjárlagafrumvarpið hefur verið í umræðunni nýverið, og sitt sýnist hverjum. Helstu neikvæðniraddirnar snúa að hækkun lægra þreps virðisaukaskatts úr 7% í 12%. Bændasamtökin, VR og ASÍ voru meðal þeirra sem vöruðu við áhrifum hækkana á matvöru. Þau rök hafa að mestu verið hrakin og verða því ekki gerð að umræðuefni hér. Hækkun lægra þrepsins hefur þó ekki aðeins áhrif á matvöru, heldur einnig á t.d. bóksölu. Stjórnarmanninum hefur fundist athyglisvert að fylgjast með dómsdagsspám rithöfunda, útgefenda og bóksala um áhrif hækkunarinnar. Sala bóka er þó töluvert fyrirferðarminni í þjóðhagsreikningum Íslands en sala á matvöru, en viðbrögðin frá þessum hagsmunaaðilum hafa síst verið lágværari. Þeir hafa áhyggjur af því að hækkun virðisaukaskatts á bækur muni minnka sölu bókmennta hérlendis. Þessar áhyggjur eru eðlilegar enda myndi minni sala á bókmenntum hafa bein áhrif á tekjur þeirra sjálfra. Rökin sem þeir beita gegn hækkuninni eru þó önnur. Hallgrímur Helgason benti á að bransinn er í mjög viðkvæmu jafnvægi sem hækkunin gæti hæglega raskað, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Lesa má af orðum Hallgríms að hann telji bókaútgáfu geta lagst af ef fram fer sem horfir. Andri Snær Magnason telur að hækkunin geti haft áhrif á eftirspurn eftir bókum, sér í lagi hjá ungu fólki, með alvarlegum afleiðingum fyrir læsi þess. Rök Hallgríms og Andra halda þó ekki. Ekkert orsakasamband er á milli útgefinna bóka á Íslandi og virðisauka hverju sinni. Þetta er hægt að gaumgæfa á vef Hagstofu. Aðrar markaðsaðstæður, svo sem stærð markhóps og fjöldi útgefinna titla, hafa töluvert meiri áhrif á verðlag bóka og þar af leiðandi eftirspurn. Þetta sést greinilega þegar verð bóka án virðisauka er borið saman við önnur lönd. Stjórnarmaðurinn er einhuga fylgjandi breytingunum. Það er hann þrátt fyrir að vera almennt séð ekki sérlega hrifinn af skattahækkunum og þrátt fyrir að vera sólginn í reyfara, sem hann les til jafns við ársreikninga og hagtölur. Breytingarnar á virðisaukaskattskerfinu eru nauðsynlegar. Ógagnsæjum vörugjöldum er skipt út fyrir eitt skattþrep og undanþágum til sérhagsmunaaðila eytt. Auðvitað er erfitt að kyngja þessum breytingum fyrir þá sem verða fyrir þeim, en einfaldara kerfi með skilvirkari verðmyndun og meiri samkeppni er hagur okkar allra. Stjórnarmaðurinn hnaut um auglýsingu er hann vafraði um Facebook yfir kaffinu. Fyrirsögn auglýsingarinnar var Rýmingarsala á rafbókum! Fyrir hverju átti að rýma er erfitt að segja, enda ólíklegt að rafbækurnar taki mikið pláss í hillum þessa ágæta bóksala. Stjórnarmaðurinn var þó ekki lengi að skella sér á eintak, enda 1.490 kr. fyrir Arnald gjöf en ekki gjald.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Fimm dagar og 630 þúsund krónur Stjórnarmaðurinn staðnæmdist við orð Huga Halldórssonar, framkvæmdastjóra Stórveldisins, í Viðskiptablaðinu nú í vikunni. Hugi kvartaði þar undan því að þurfa að stofna einkahlutafélög í gríð og erg vegna endurgreiðslna frá stjórnvöldum á kostnaði við innlenda framleiðslu á afþreyingarefni. 24. september 2014 11:00 Vondir útlendingar Forvitnilegt hefur verið að fylgjast með útboðsferli Isavia í tengslum við verslunarrými á Keflavíkurflugvelli. Kaffitár er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa verið með aðstöðu í Leifsstöð, og raunar er það fastur liður hjá stjórnarmanninum að stoppa í einn tvöfaldan áður en hann fer í morgunflug. 1. október 2014 15:00 Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Fimm dagar og 630 þúsund krónur Stjórnarmaðurinn staðnæmdist við orð Huga Halldórssonar, framkvæmdastjóra Stórveldisins, í Viðskiptablaðinu nú í vikunni. Hugi kvartaði þar undan því að þurfa að stofna einkahlutafélög í gríð og erg vegna endurgreiðslna frá stjórnvöldum á kostnaði við innlenda framleiðslu á afþreyingarefni. 24. september 2014 11:00
Vondir útlendingar Forvitnilegt hefur verið að fylgjast með útboðsferli Isavia í tengslum við verslunarrými á Keflavíkurflugvelli. Kaffitár er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa verið með aðstöðu í Leifsstöð, og raunar er það fastur liður hjá stjórnarmanninum að stoppa í einn tvöfaldan áður en hann fer í morgunflug. 1. október 2014 15:00