Erlent

Undirlagður bandormum eftir sushiát

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Bandormarnir þekja líkama hans allan, líkt og þessi mynd sýnir.
Bandormarnir þekja líkama hans allan, líkt og þessi mynd sýnir. mynd/Daily Mail
Kínverskur karlmaður liggur nú á milli heims og helju eftir að hafa innbyrt sushi í gríðarlega miklu magni. Maðurinn segist elska sushi og sashimi og borðaði það í nær öll mál. Um sinn hvorn réttinn er þó að ræða, en samanstanda þeir báðir af hráum og/eða vanelduðum fiski.

Maðurinn leitaði til læknis vegna mikilla magaverkja og kláða. Í ljós kom að líkami hans allur var undirlagður af bandormum en læknar ytra segja þetta eitt versta tilfelli sem upp hefur komið.

Daily Mail hefur eftir lækni að slík tilfelli hafi færst mikið í aukana undanfarin ár í kjölfar aukinna vinsælda þessara rétta. Slíkt sé þó algengara í afskekktum byggðarlögum og fátækari svæðum, en hafi aukist umtalsvert í þróaðri löndum. Margar tegundir sníkjudýra er að finna í ýmsum tegundum af matfiski og geta þannig borist í fólk.  Þó nokkur tilvik hafa komið upp hérlendis þar sem fólk hefur sýkst af hringormum eftir neyslu á hráum fiski. Bandormurinn getur leitt fólk til dauða.

Uppfært:

Fréttin var því miður ekki á rökum reist. Leiðréttinguna má sjá hér.

mynd/daily mail
mynd/daily mail



Fleiri fréttir

Sjá meira


×