Viðskipti innlent

Innflutningsbann Rússa hefur áhrif á íslenskan hlutabréfamarkað

Bjarki Ármannsson skrifar
OMXI8 vísitalan lækkaði um 0,7 prósent nú á föstudag.
OMXI8 vísitalan lækkaði um 0,7 prósent nú á föstudag. Vísir/Daníel
Talsverður órói var á hlutabréfamörkuðum víða um heim fyrir helgi vegna innflutningsbanns Rússa gagnvart þeim þjóðum sem framarlega hafa staðið í þvingunaraðgerð gegn landinu. Eins og fram hefur komið eru Íslendingar ekki meðal þjóða á bannlista Rússa en þó höfðu fréttir af banninu áhrif á hlutabréfamarkaðinn hérlendis.

Í morgunpósti IFS greiningar í morgun kemur fram að OMXI8 vísitalan lækkaði um 0,7 prósent á föstudag og sjö félög á aðallista lækkuðu í verði. Þar kemur einnig fram að hlutabréf í Marel lækkuðu í verði um tæplega þrjú prósent frá miðvikudegi til föstudags en fréttir hafa borist af því að kjúklingaiðnaðurinn verði illa úti vegna aðgerða Rússa. Sala til kjúklingaiðnarins nemur yfir helmingi tekna Marels og rekstrarhagnaður (EBIT) af þeirri starfsemi er hærri en rekstrarhagnaður félagsins í heild sinni.


Tengdar fréttir

Áfall að lenda á lista Rússa

Íslendingar þurfa að stíga varlega til jarðar í samskiptum sínum við Rússa á næstu dögum og vikum, er mat forstjóra Iceland Seafood. Gríðarlegir hagsmunir eru undir fari svo að innflutningsbann Rússa nái til Íslands.

Samband forsetanna skyldi ekki vanmeta

Því er hent fram að Rússar hafi gleymt Íslandi þegar bannlisti á Vesturlönd var dreginn upp. Bent er á að gott samband Ólafs Ragnars Grímssonar og Vladimírs Pútín gæti hafa skipt máli. Eins að Rússar "hafi not“ fyrir Ísland síðar.

Rússar gætu hafa gleymt Íslandi

Norskur sérfræðingur í alþjóðamálum segir geta hugsast að Rússar vilji halda opinni leið á innflutningi á vestrænum vörum í gegnum Ísland.

ESB herðir viðskiptaþvinganir

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun herða viðskiptaþvinganir gegn Rússum vegna deilunnar við Úkraínumenn. Viðskiptaþvinganirnar munu ná til verslunar með olíu og tæknivara. Þá er líklegt að takmarkanir verði settar á aðgang rússneskra ríkisbanka að erlendu fjármagni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×