Ísland í dag: Halda minningu Ölla á lofti Edda Sif Pálsdóttir skrifar 14. júlí 2014 14:41 Rúm fjórtán ár eru liðin síðan einn efnilegasti körfuboltamaður landsins, Örlygur Aron Sturluson, lést af slysförum aðeins átján ára gamall. Ölli, eins og hann var kallaður, vakti mikla athygli fyrir einstaka hæfileika á körfuboltavellinum og fékk ungur stórt hlutverk í liði Njarðvíkur sem varð Íslandsmeistari 1998. Í fyrra var gefin út heimildamynd um Ölla þar sem líf hans og afrek eru rifjuð upp og í kjölfarið stofnaður minningarsjóður sem ætlað er að styrkja börn úr fátækum fjölskyldum til íþróttaiðkunar. Í júní var í fyrsta skipti veitt úr sjóðnum og fékk Fjölskylduhjálp Íslands eina milljón króna. Hægt er að styrkja sjóðinn með margvíslegum hætti, til dæmis með því að kaupa myndina eða með því að hlaupa fyrir sjóðinn í Reykjavíkurmaraþoninu. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað hann var góður körfuboltamaður fyrr en ég sá myndina. Ég var alveg dolfallin og afskaplega sorgmædd yfir því að hann hafi ekki fengið fleiri tækifæri,“ segir Erna Agnarsdóttir, amma Ölla.„Þetta hafði mikil áhrif á mitt líf“Logi Gunnarsson, landsliðsmaður í körfubolta og einn besti vinur Ölla, var staddur í Bandaríkjunum þegar slysið varð en man þennan dag eins og hann hafi verið í gær. „Ég var lengi að jafna mig og ástæðan fyrir því að ég fer ekki og klára námið mitt er að ég er bara ekki í stakk búinn að fara aftur út, aleinn,“ segir Logi. Í gegnum þessi fjórtán ár sem liðin eru segist Logi oft hafa hugsað til vinar síns og þess sem hefði getað orðið. „Við höfðum ákveðna drauma, um að spila saman í atvinnumennsku og töluðum oft um það. Meðan ég spilaði öll þessi ár úti í Evrópu hugsaði ég mikið til hans, sérstaklega inni á vellinum. Til dæmis þegar ég var á vítalínunni og allt var stopp, þá skaust hann inn í höfuðið á manni.“ Tengdar fréttir Gera heimildarmynd um Örlyg Sturluson "Við erum rétt byrjaðir í framleiðsluferlinu,“ segir framleiðandinn Erlingur Jack Guðmundsson hjá Ogfilms um væntanlega heimildamynd um körfuboltakappann Örlyg Aron Sturluson. Stöð 2 hefur þegar tryggt sér sýningarréttinn á myndinni. 15. mars 2012 14:30 Fyrsta sýnishornið úr myndinni um Örlyg Aron Örlygur Aron Sturluson er af flestum talinn vera eitt mesta efni í sögu íslensks körfubolta. Hann lést af slysförum fyrir 13 árum, þá aðeins 18 ára gamall. 15. maí 2013 11:54 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Rúm fjórtán ár eru liðin síðan einn efnilegasti körfuboltamaður landsins, Örlygur Aron Sturluson, lést af slysförum aðeins átján ára gamall. Ölli, eins og hann var kallaður, vakti mikla athygli fyrir einstaka hæfileika á körfuboltavellinum og fékk ungur stórt hlutverk í liði Njarðvíkur sem varð Íslandsmeistari 1998. Í fyrra var gefin út heimildamynd um Ölla þar sem líf hans og afrek eru rifjuð upp og í kjölfarið stofnaður minningarsjóður sem ætlað er að styrkja börn úr fátækum fjölskyldum til íþróttaiðkunar. Í júní var í fyrsta skipti veitt úr sjóðnum og fékk Fjölskylduhjálp Íslands eina milljón króna. Hægt er að styrkja sjóðinn með margvíslegum hætti, til dæmis með því að kaupa myndina eða með því að hlaupa fyrir sjóðinn í Reykjavíkurmaraþoninu. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað hann var góður körfuboltamaður fyrr en ég sá myndina. Ég var alveg dolfallin og afskaplega sorgmædd yfir því að hann hafi ekki fengið fleiri tækifæri,“ segir Erna Agnarsdóttir, amma Ölla.„Þetta hafði mikil áhrif á mitt líf“Logi Gunnarsson, landsliðsmaður í körfubolta og einn besti vinur Ölla, var staddur í Bandaríkjunum þegar slysið varð en man þennan dag eins og hann hafi verið í gær. „Ég var lengi að jafna mig og ástæðan fyrir því að ég fer ekki og klára námið mitt er að ég er bara ekki í stakk búinn að fara aftur út, aleinn,“ segir Logi. Í gegnum þessi fjórtán ár sem liðin eru segist Logi oft hafa hugsað til vinar síns og þess sem hefði getað orðið. „Við höfðum ákveðna drauma, um að spila saman í atvinnumennsku og töluðum oft um það. Meðan ég spilaði öll þessi ár úti í Evrópu hugsaði ég mikið til hans, sérstaklega inni á vellinum. Til dæmis þegar ég var á vítalínunni og allt var stopp, þá skaust hann inn í höfuðið á manni.“
Tengdar fréttir Gera heimildarmynd um Örlyg Sturluson "Við erum rétt byrjaðir í framleiðsluferlinu,“ segir framleiðandinn Erlingur Jack Guðmundsson hjá Ogfilms um væntanlega heimildamynd um körfuboltakappann Örlyg Aron Sturluson. Stöð 2 hefur þegar tryggt sér sýningarréttinn á myndinni. 15. mars 2012 14:30 Fyrsta sýnishornið úr myndinni um Örlyg Aron Örlygur Aron Sturluson er af flestum talinn vera eitt mesta efni í sögu íslensks körfubolta. Hann lést af slysförum fyrir 13 árum, þá aðeins 18 ára gamall. 15. maí 2013 11:54 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Gera heimildarmynd um Örlyg Sturluson "Við erum rétt byrjaðir í framleiðsluferlinu,“ segir framleiðandinn Erlingur Jack Guðmundsson hjá Ogfilms um væntanlega heimildamynd um körfuboltakappann Örlyg Aron Sturluson. Stöð 2 hefur þegar tryggt sér sýningarréttinn á myndinni. 15. mars 2012 14:30
Fyrsta sýnishornið úr myndinni um Örlyg Aron Örlygur Aron Sturluson er af flestum talinn vera eitt mesta efni í sögu íslensks körfubolta. Hann lést af slysförum fyrir 13 árum, þá aðeins 18 ára gamall. 15. maí 2013 11:54