Innlent

„Þó svo að það kvikni í okkur, þá þýðir það ekki að þú verðir að brenna með“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Merki fyrirtækisins með mynd af eldtungum.
Merki fyrirtækisins með mynd af eldtungum. Vísir/Skjáskot
Á Facebook-síðu Griffils má sjá skilaboð til neytenda og umfjöllun um brunann í gær, en verslunin í Skeifunni brann í gærkvöldi.

Einnig hefur merki fyrirtækisins verið sett yfir mynd af eldtungum og skilaboðin „Mun rísa úr öskunni“ fylgja með.

„Áttu inneignanótu hjá okkur? Ef svo er, þá er það alls ekki glatað fé! Þú getur núna notað hana í öllum verslunum Pennans-Eymundsson, bæði á höfuðborgarsvæðinu sem og utan þess. Þó svo að það kvikni í okkur, þá þýðir það ekki að þú verðir að brenna með,“ segir á síðunni.

Strax í morgun birtust þessi skilaboð svo á síðunni:

„Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að verslunin okkar varð eldinum að bráð í gærkvöldi. Húsið er gjörónýtt og mikil vinna er framundan hjá okkur næstu vikur. Ennþá er margt varðandi framtíð Griffils óljóst en við munum að sjálfsögðu láta ykkur vita um framhaldið. En örvæntið ekki, við snúum aftur innan tíðar með Griffilsverðið góða og frábært vöruúrval!“


Tengdar fréttir

Mikill eldur í Skeifunni

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna mikils elds sem logar í Skeifunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×