Innlent

Rannsókn á brunanum í Skeifunni frestað

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Rannsókn lögreglu á brunanum í Skeifunni var frestað skömmu eftir í dag eftir að sérfræðingar í burðarþoli tóku út brunasvæðið.

Jóhann Karl Þórisson, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu að þverbitar í þeim byggingum sem brunnu séu ótryggir og hætta á því að þeir geti hrunið. Líklegast verði að rífa þakið af húsinu áður en hægt verður að halda rannsókninni áfram.

Rannsóknarmenn tæknideildar fóru yfir ástand þvottahússins Fannar um klukkan tíu í morgun. Ekki var viðlit að hefja rannsókn í gær vegna hita í rústunum. Enn er því ekkert vitað um eldsupptök en allt bendir til að eldurinn hafi kviknað í þvottahúsinu Fönn.




Tengdar fréttir

Rannsókn eldsupptaka að hefjast

Lögregla byrjar í dag rannsókn á eldsupptökum í rústum húsanna, sem brunnu í Skeifunni í Reykjavík í fyrrakvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×