Innlent

Hundurinn Hunter á heimleið

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Hunter loks kominn í fang eiganda síns.
Hunter loks kominn í fang eiganda síns. mynd/árni stefán
Hundurinn Hunter, sem fannst í gær við Gálgaklett á Hvalsnesi, er nú á leið til síns heima með eiganda sínum. Hundsins var leitað logandi ljósi eftir að hann slapp úr búri sínu síðastliðinn þriðjudag á Flugstöð Leifs Eiríkssonar.  Að sögn Árna Stefáns Árnasonar, lögfræðings, var hundurinn nokkuð hraustur en dálítið haltur og svangur. Þakklætið var því mikið þegar hann loks fékk matarbita.

Eigandinn, sænsk kona,  fangaði hundinn sjálf seint í gærkvöld. Hún er mjög ósátt við hvernig staðið hefur verið að málum og segir Árni málinu ekki lokið af hennar hálfu. Hún hafði lofað hverjum þeim sem hundinn myndi finna 200 þúsund krónum í fundarlaun og Icelandair hafði boðið fram tvo flugmiða með félaginu.

„Það var hennar eigið framlag sem var kveikjan að því að henni var komið til hjálpar. Ég var mikið á ferli og sá aldrei lögreglu eða aðra opinbera starfsmenn. Þetta er hlutur sem þarf að taka til gaumgæfilegrar skoðunar,“ segir Árni.

Verið var að flytja Hunter yfir Atlantshafið en þurfti að millilenda hér á landi. Þegar verið var að flytja hann yfir í aðra flugvél opnaðist búrið og slapp hann í kjölfarið. Málið er litið mjög alvarlegum augum því strangar reglur gilda um innflutning hunda til Íslands og er tilgangur þeirra að tryggja eins og best verður á kosið að ekki berist til landsins ný smitefni.


Tengdar fréttir

Hunter fékk loksins að borða | Myndband

"Hann haltrar aðeins. Það er allt og sumt,“ sagði hin sænska Katarina Reinhall eftir að hundurinn hennar Hunter fannst í hólma við Þórshöfn í Ósabotnum í kvöld.

Hunter fundinn

Hunters var leitað vel og lengi en hann fannst í kvöld við Gálgaklett á Hvalsnesi eftir ábendingu sem barst leitarhópnum fyrr í dag.

"Leitin algjörlega stjórnlaus“

Hvorki tangur né tetur hefur fundist af hundinum Hunter sem slapp úr búri sínu á föstudaginn þrettánda júní síðastliðinn á Keflavíkurflugvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×