Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á Akureyri

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Sjálfstæðisflokkurinn myndi bæta við sig tveimur bæjarfulltrúum á Akureyri ef gengið yrði til kosninga í dag. Flokkurinn mælist með 20,6 prósent fylgi, samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Vikudag.

Umfjöllun Vikudags má sjá hér.

L – listinn sem mælist með 20,1 prósent fylgi, fengi tvo bæjarfulltrúa. Bæði Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin fengju tvo bæjarfulltrúa, en báðir flokkar fengu einn í síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn fékk 16,9 prósent og Samfylkingin 14,4 prósent í könnuninni.

Björt framtíð og Vinstri græn fá sitt hvorn manninn inn samkvæmt könnuninni. Björt framtíð mælist með 13,3 prósent og VG 11,9 prósent. Dögun mælist með 2,7 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×