Íslenski boltinn

Laugardalsvöllur lítur illa út

Vísir/Tom
Ólíkegt er að Fram spili á Laugardalsvelli í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar þann 4. maí næstkomandi.

Eins og sést á meðfylgjandi mynd er ástand vallarins slæmt eftir veturinn og á það við fleiri knattspyrnuvelli á höfuðborgarsvæðinu.

SÍGÍ, Samtök íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi, héldu blaðamannafund í húsakynnum KSÍ í dag þar sem farið var yfir ástand mála.

Þar kom fram að ekki er búið að útiloka að spila á neinum velli í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar en þó er líklegt að hliðarnir og undanþágur verði veittar í fyrstu umferðum tímabilsins.

Framarar hafa til að mynda óskað eftir því að fá fremur að spila á gervigrasvelli Þróttar í Laugardalnum en í Egilshöllinni reynist ekki unnt að spila á Laugardalsvellinum.

Fram mætir ÍBV sunnudaginn 4. maí og tekur svo á móti Þór í þriðju umferðinni þann 12. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×