Spá FBL og Vísis: Víkingur hafnar í 10. sæti 24. apríl 2014 06:00 Víkingar eru mættir aftur í úrvalsdeildina. Vísir/Arnþór Víkingar halda áfram að skoppa upp og niður á milli deilda en þeir leika nú á ný í deild þeirra bestu eftir tveggja ára fjarveru. Síðast var liðið í Pepsi-deildinni 2011 en hafnaði þá í neðsta sæti og féll snemma eftir stormasamt sumar þar sem þrír þjálfarar voru látnir fara sama árið. Logn hefur verið í Fossvoginum undanfarin tvö ár eftir að reynsluboltinn Ólafur Þórðarson tók við liðinu og fær það nú fjórða tækifærið á síðustu tíu árum til að festa sig í sessi á meðal þeirra bestu. Víkingar voru á toppnum í 1. deildinni um mitt mót síðasta sumar en misstu flugið eftir það. Þeir tóku á sprett undir lok tímabils og komu sér í kjörstöðu fyrir lokaumferðina með sögulegum 16-0 sigri á Völsungi í næstsíðustu umferðinni. Pape Mamadou Faye reyndist svo hetja liðsins þegar hann sneri 1-0 tapi í 2-1 sigur í lokaumferðinni gegn Þrótti og fögnuðu Víkingar úrvalsdeildarsæti á ný.Gengi Víkings síðustu sex tímabil: 2008 (B-deild, 5. sæti) 2009 (B-deild, 10. sæti) 2010 (B-deild, 1. sæti) 2011 (12. sæti) 2012 (B-deild, 6. sæti) 2013 (B-deild, 2. sæti)Íslandsmeistarar: 5 sinnum (síðast 1991)Bikarmeistarar: 1971Tölur Víkings í 1. deildinni 2013: Mörk skoruð: 1. sæti (2,5 í leik) Mörk á sig: 2. sæti (1,3 í leik) Stig heimavelli: 4. sæti (19 af 33, 58%) Stig á útivelli: 2. sæti (23 af 33, 70%)Nýju mennirnir: Alan Lowing (Fram) Darri S. Konráðsson (Stjörnunni) Harry Monaghan (Skotlandi) Ómar Friðriksson (KA) Sveinbjörn Jónasson (Þrótti) Todor Hristov (Búlgaríu) Vladimir Vujovic (Serbíu)Ólafur Þórðarson er þjálfari Víkinga.Vísir/DaníelEINKUNNASPJALDIÐ:Vörnin: 2 stjörnur Víkingar fengu á sig næstfæst mörk í 1. deildinni síðasta sumar og hafa haldið áfram að byggja á sterkum og skipulögðum varnarleik. Varnarlína liðsins við upphaf móts gæti þó verið mjög ung en bakverðirnir Ómar Friðriksson og Ívar Örn Jónsson er fæddir 1993 og 1994. Ómar, sem kom frá KA í vetur, hefur læst hægri bakvarðarstöðunni en meira rót hefur verið í vinstri bakverðinum. Verði Tómas Guðmundsson (f. 1992) heill verður hann eflaust í miðverðinum við hlið Skotans Alans Lowing sem kom frá Fram. Það voru skynsamleg kaup hjá Víkingum og hefur hann komið sterkur inn í liðið. Reynsla hans gerir mikið fyrir ungu strákana og þá hjálpar mikið að vera með Ingvar Kale í markinu fyrir aftan þá. Miðjumaðurinn Igor Taskovic getur hæglega leikið í miðverði og þá hefur Óttar Steinn Magnússon, hávaxinn Austfirðingur sem spilaði nær alla leiki liðsins í fyrra, spilað mikið á undirbúningstímabilinu.Sóknin: 2 stjörnur Víkingar hafa skorað um tvö mörk í leik á undirbúningstímabilinu. Þeir fengu Sveinbjörn Jónasson frá Þrótti til að skora mörkin og fór hann vel af stað í Reykjavíkurmótinu þar sem hann raðaði inn mörkunum. Aftur móti hefur slokknað á honum í Lengjubikarnum. Liðið hefur fengið tvo erlenda leikmenn á síðustu dögum sem talið er að geti hjálpað til við markaskorun og svo er innan raða félagsins ungur framherji að nafni Viktor Jónsson sem sló einmitt í gegn 17 ára gamall þegar liðið spilaði síðast í úrvalsdeildinni 2011. Þá er Pape Mamadoe Faye einnig að koma til eftir meiðsli og ekki má gleyma mörkunum sem liðið getur fengið af miðjunni spili Aron Elís Þrándarson í samræmi við getu í sumar. Það eru alls konar möguleikar í boði fyrir Víkinga þegar kemur að markaskorun.Þjálfarinn: 3 stjörnur Ólafur Þórðarson er á sínu þriðja ári með Víkingsliðið en hann er sá eini í Pepsi-deildinni af „gamla skólanum“ sem mikið var rætt um í fyrra. Ólafur er margreyndur þjálfari sem gerði ÍA að Íslandsmeisturum 2001 og hefur einnig stýrt Fram og Fylki. Ólafur er sá sem valdið hefur í Víkinni og nýtur hann mikils trausts hjá stjórninni en sjálfur setur hann mikið traust á aðstoðarþjálfarann Milos Milojevic. Serbinn ungi, sem er ekki nema 32 ára gamall, sér um æfingar liðsins og mest af leikfræðinni en þetta samstarf hefur skilað góðum árangri undanfarin misseri.Breiddin: 2 stjörnur Hópurinn hjá Víkingum er ekki sá sterkasti í deildinni en aftur á móti eru kostir í boði fyrir þjálfarana. Hann er mátulega breiður og ættu menn að vera tilbúnir í fallbaráttuna í Víkinni. Fimm til sex miðjumenn berjast um þrjár stöður á miðjunni og með komu útlendinganna tveggja í framlínuna er búið að bólstra framvarðarsveitina til muna. Gæðin eru þó auðvitað spurningamerki. Síðan hafa ungir og efnilegir drengir verið að fá sín tækifæri, unglingalandsliðsmenn á borð við Ásgeir Frank Ásgeirsson og Stefán Bjarna Hjaltested, og einnig Agnar Darra Sverrisson, strák fæddan 1994 sem spilað hefur frábærlega upp á síðkastið. Það þarf ekki að koma neinum á óvart ef hann verður í byrjunarliðinu í fyrsta leik.Liðsstyrkurinn: 2 stjörnur Víkingar hafa verið nokkuð duglegir á félagaskiptamarkaðnum eins og svo oft áður en liðið ætlar sér að halda sæti sínu í deildinni. Koma Alans Lowings hefur gert mikið fyrir varnarleikinn og þá lofaði Sveinbjörn Jónasson góðu í framlínunni en hægst hefur á markaskorun hans sem fyrr segir. Harry Monaghan, skoskum miðjumanni, hefur vaxið ásmegin með hverjum leik en óvíst er hvort vængmennirnir tveir frá Serbíu og Búlgaríu styrki liðið. Víkingar telja þó að svo sé. Ekki er útilokað að einn leikmaður til viðbótar detti inn áður en félagaskiptaglugginn lokast 15. maí.Hefðin: 1 stjarna Fimm Íslandsmeistaratitlar telja lítið þegar liðið hefur aðeins einu sinni haldið sér í úrvalsdeildinni á síðustu 20 árum. Eftir að Víkingar féllu 1993, tveimur árum eftir að vinna fimmta Íslandsmeistaratitilinn, hafa þeir aðeins leikið fimm sinnum í deild þeirra bestu. Þó umgjörðin sé með besta móti í Víkinni og félagið ávallt stórhuga þá er meiri hefð fyrir því að falla og leika í 1. deild en að fagna titlum eins og Víkingar gerðu í byrjun níunda og tíunda áratugarins.Aron Elís ÞrándarsonVísir/ArnþórLykilmaðurinn: Aron Elís Þrándarson Gulldrengur Víkinga gæti farið langt með að halda liðinu uppi takist honum að færa leik sinn upp á næsta þrep. Hann var algjörlega óstöðvandi í 1. deildinni í fyrra þar sem hann skoraði 14 mörk í 14 leikjum og var kjörinn bæði efnilegasti og besti leikmaður deildarinnar auk þess að vera markakóngur hennar. Sá síðasti sem afrekaði þetta þrennt sama tímabilið var Aron Jóhannsson, þáverandi leikmaður Fjölnis. Aron Elís er frábær leikmaður, fljótur og teknískur með frábær skot en hann raðaði inn mörkum með langskotum síðasta sumar. Hans helsti galli er hvað hann er mikið meiddur en Aron spilaði aðeins 14 leiki í sumar sem leið. Haldist hann heill í sumar eru honum allir vegir færir og Víkingum líka.Ívar Örn Jónsson.Mynd/Víkingur.netFylgstu með þessum: Ívar Örn Jónsson Strákur fæddur árið 1994 sem spilaði 10 leiki fyrir Víkinga í 1. deildinni í fyrra en hefur byrjað nær alla leiki þeirra á undirbúningstímabilinu. Ívar getur leikið bæði í vinstri bakverði, inni á miðju og úti á kanti og mun því nýtast liðinu vel í sumar. Hann hefur góða boltameðferð, mikla yfirsýn, flottar fyrirgjafir og og góðar spyrnur en aukaspyrnur hans í kringum teiginn geta verið stórhættulegar. Spá Vísis og Fréttablaðsins fyrir Pepsi-deild karla sumarið 2014: 1. sæti ??? 2. sæti ??? 3. sæti ??? 4. sæti ??? 5. sæti ??? 6. sæti ??? 7. sæti ??? 8. sæti ??? 9. sæti ??? 10. sæti Víkingur 11. sæti Fylkir 12. sæti Fjölnir Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá FBL og Vísis: Fjölnir hafnar í 12. sæti Fréttablaðið og Vísir telur niður í Pepsi-deild karla í knattspyrnu sem hefst sunnudaginn 4. maí. Nýliðum Fjölnis er spáð neðsta sæti deildarinnar og þar með falli úr henni í haust. 22. apríl 2014 06:00 Spá FBL og Vísis: Fylkir hafnar í 11. sæti Ef marka má spá Fréttablaðsins og Vísis fyrir Pepsi-deildina í knattspyrnu 2014 þá lýkur fimmtán ára samfelldri veru Fylkis í úrvalsdeildinni í haust. 23. apríl 2014 06:30 Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann „Maður var eiginlega að óska þess að Víkingur myndi ekki tapa“ „Þetta kjaftæði, það stoppar ekki Kópavoginn“ „Höfum fengið að blómstra fyrir það sem við nákvæmlega erum“ „Langbesta liðið í þessari deild“ Uppgjörið: Víkingur R. - Breiðablik 0-3 | Titillinn í Kópavog eftir meistaraframmistöðu Blikar þurftu að gera breytingu eftir slæman árekstur Sjá meira
Víkingar halda áfram að skoppa upp og niður á milli deilda en þeir leika nú á ný í deild þeirra bestu eftir tveggja ára fjarveru. Síðast var liðið í Pepsi-deildinni 2011 en hafnaði þá í neðsta sæti og féll snemma eftir stormasamt sumar þar sem þrír þjálfarar voru látnir fara sama árið. Logn hefur verið í Fossvoginum undanfarin tvö ár eftir að reynsluboltinn Ólafur Þórðarson tók við liðinu og fær það nú fjórða tækifærið á síðustu tíu árum til að festa sig í sessi á meðal þeirra bestu. Víkingar voru á toppnum í 1. deildinni um mitt mót síðasta sumar en misstu flugið eftir það. Þeir tóku á sprett undir lok tímabils og komu sér í kjörstöðu fyrir lokaumferðina með sögulegum 16-0 sigri á Völsungi í næstsíðustu umferðinni. Pape Mamadou Faye reyndist svo hetja liðsins þegar hann sneri 1-0 tapi í 2-1 sigur í lokaumferðinni gegn Þrótti og fögnuðu Víkingar úrvalsdeildarsæti á ný.Gengi Víkings síðustu sex tímabil: 2008 (B-deild, 5. sæti) 2009 (B-deild, 10. sæti) 2010 (B-deild, 1. sæti) 2011 (12. sæti) 2012 (B-deild, 6. sæti) 2013 (B-deild, 2. sæti)Íslandsmeistarar: 5 sinnum (síðast 1991)Bikarmeistarar: 1971Tölur Víkings í 1. deildinni 2013: Mörk skoruð: 1. sæti (2,5 í leik) Mörk á sig: 2. sæti (1,3 í leik) Stig heimavelli: 4. sæti (19 af 33, 58%) Stig á útivelli: 2. sæti (23 af 33, 70%)Nýju mennirnir: Alan Lowing (Fram) Darri S. Konráðsson (Stjörnunni) Harry Monaghan (Skotlandi) Ómar Friðriksson (KA) Sveinbjörn Jónasson (Þrótti) Todor Hristov (Búlgaríu) Vladimir Vujovic (Serbíu)Ólafur Þórðarson er þjálfari Víkinga.Vísir/DaníelEINKUNNASPJALDIÐ:Vörnin: 2 stjörnur Víkingar fengu á sig næstfæst mörk í 1. deildinni síðasta sumar og hafa haldið áfram að byggja á sterkum og skipulögðum varnarleik. Varnarlína liðsins við upphaf móts gæti þó verið mjög ung en bakverðirnir Ómar Friðriksson og Ívar Örn Jónsson er fæddir 1993 og 1994. Ómar, sem kom frá KA í vetur, hefur læst hægri bakvarðarstöðunni en meira rót hefur verið í vinstri bakverðinum. Verði Tómas Guðmundsson (f. 1992) heill verður hann eflaust í miðverðinum við hlið Skotans Alans Lowing sem kom frá Fram. Það voru skynsamleg kaup hjá Víkingum og hefur hann komið sterkur inn í liðið. Reynsla hans gerir mikið fyrir ungu strákana og þá hjálpar mikið að vera með Ingvar Kale í markinu fyrir aftan þá. Miðjumaðurinn Igor Taskovic getur hæglega leikið í miðverði og þá hefur Óttar Steinn Magnússon, hávaxinn Austfirðingur sem spilaði nær alla leiki liðsins í fyrra, spilað mikið á undirbúningstímabilinu.Sóknin: 2 stjörnur Víkingar hafa skorað um tvö mörk í leik á undirbúningstímabilinu. Þeir fengu Sveinbjörn Jónasson frá Þrótti til að skora mörkin og fór hann vel af stað í Reykjavíkurmótinu þar sem hann raðaði inn mörkunum. Aftur móti hefur slokknað á honum í Lengjubikarnum. Liðið hefur fengið tvo erlenda leikmenn á síðustu dögum sem talið er að geti hjálpað til við markaskorun og svo er innan raða félagsins ungur framherji að nafni Viktor Jónsson sem sló einmitt í gegn 17 ára gamall þegar liðið spilaði síðast í úrvalsdeildinni 2011. Þá er Pape Mamadoe Faye einnig að koma til eftir meiðsli og ekki má gleyma mörkunum sem liðið getur fengið af miðjunni spili Aron Elís Þrándarson í samræmi við getu í sumar. Það eru alls konar möguleikar í boði fyrir Víkinga þegar kemur að markaskorun.Þjálfarinn: 3 stjörnur Ólafur Þórðarson er á sínu þriðja ári með Víkingsliðið en hann er sá eini í Pepsi-deildinni af „gamla skólanum“ sem mikið var rætt um í fyrra. Ólafur er margreyndur þjálfari sem gerði ÍA að Íslandsmeisturum 2001 og hefur einnig stýrt Fram og Fylki. Ólafur er sá sem valdið hefur í Víkinni og nýtur hann mikils trausts hjá stjórninni en sjálfur setur hann mikið traust á aðstoðarþjálfarann Milos Milojevic. Serbinn ungi, sem er ekki nema 32 ára gamall, sér um æfingar liðsins og mest af leikfræðinni en þetta samstarf hefur skilað góðum árangri undanfarin misseri.Breiddin: 2 stjörnur Hópurinn hjá Víkingum er ekki sá sterkasti í deildinni en aftur á móti eru kostir í boði fyrir þjálfarana. Hann er mátulega breiður og ættu menn að vera tilbúnir í fallbaráttuna í Víkinni. Fimm til sex miðjumenn berjast um þrjár stöður á miðjunni og með komu útlendinganna tveggja í framlínuna er búið að bólstra framvarðarsveitina til muna. Gæðin eru þó auðvitað spurningamerki. Síðan hafa ungir og efnilegir drengir verið að fá sín tækifæri, unglingalandsliðsmenn á borð við Ásgeir Frank Ásgeirsson og Stefán Bjarna Hjaltested, og einnig Agnar Darra Sverrisson, strák fæddan 1994 sem spilað hefur frábærlega upp á síðkastið. Það þarf ekki að koma neinum á óvart ef hann verður í byrjunarliðinu í fyrsta leik.Liðsstyrkurinn: 2 stjörnur Víkingar hafa verið nokkuð duglegir á félagaskiptamarkaðnum eins og svo oft áður en liðið ætlar sér að halda sæti sínu í deildinni. Koma Alans Lowings hefur gert mikið fyrir varnarleikinn og þá lofaði Sveinbjörn Jónasson góðu í framlínunni en hægst hefur á markaskorun hans sem fyrr segir. Harry Monaghan, skoskum miðjumanni, hefur vaxið ásmegin með hverjum leik en óvíst er hvort vængmennirnir tveir frá Serbíu og Búlgaríu styrki liðið. Víkingar telja þó að svo sé. Ekki er útilokað að einn leikmaður til viðbótar detti inn áður en félagaskiptaglugginn lokast 15. maí.Hefðin: 1 stjarna Fimm Íslandsmeistaratitlar telja lítið þegar liðið hefur aðeins einu sinni haldið sér í úrvalsdeildinni á síðustu 20 árum. Eftir að Víkingar féllu 1993, tveimur árum eftir að vinna fimmta Íslandsmeistaratitilinn, hafa þeir aðeins leikið fimm sinnum í deild þeirra bestu. Þó umgjörðin sé með besta móti í Víkinni og félagið ávallt stórhuga þá er meiri hefð fyrir því að falla og leika í 1. deild en að fagna titlum eins og Víkingar gerðu í byrjun níunda og tíunda áratugarins.Aron Elís ÞrándarsonVísir/ArnþórLykilmaðurinn: Aron Elís Þrándarson Gulldrengur Víkinga gæti farið langt með að halda liðinu uppi takist honum að færa leik sinn upp á næsta þrep. Hann var algjörlega óstöðvandi í 1. deildinni í fyrra þar sem hann skoraði 14 mörk í 14 leikjum og var kjörinn bæði efnilegasti og besti leikmaður deildarinnar auk þess að vera markakóngur hennar. Sá síðasti sem afrekaði þetta þrennt sama tímabilið var Aron Jóhannsson, þáverandi leikmaður Fjölnis. Aron Elís er frábær leikmaður, fljótur og teknískur með frábær skot en hann raðaði inn mörkum með langskotum síðasta sumar. Hans helsti galli er hvað hann er mikið meiddur en Aron spilaði aðeins 14 leiki í sumar sem leið. Haldist hann heill í sumar eru honum allir vegir færir og Víkingum líka.Ívar Örn Jónsson.Mynd/Víkingur.netFylgstu með þessum: Ívar Örn Jónsson Strákur fæddur árið 1994 sem spilaði 10 leiki fyrir Víkinga í 1. deildinni í fyrra en hefur byrjað nær alla leiki þeirra á undirbúningstímabilinu. Ívar getur leikið bæði í vinstri bakverði, inni á miðju og úti á kanti og mun því nýtast liðinu vel í sumar. Hann hefur góða boltameðferð, mikla yfirsýn, flottar fyrirgjafir og og góðar spyrnur en aukaspyrnur hans í kringum teiginn geta verið stórhættulegar. Spá Vísis og Fréttablaðsins fyrir Pepsi-deild karla sumarið 2014: 1. sæti ??? 2. sæti ??? 3. sæti ??? 4. sæti ??? 5. sæti ??? 6. sæti ??? 7. sæti ??? 8. sæti ??? 9. sæti ??? 10. sæti Víkingur 11. sæti Fylkir 12. sæti Fjölnir
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá FBL og Vísis: Fjölnir hafnar í 12. sæti Fréttablaðið og Vísir telur niður í Pepsi-deild karla í knattspyrnu sem hefst sunnudaginn 4. maí. Nýliðum Fjölnis er spáð neðsta sæti deildarinnar og þar með falli úr henni í haust. 22. apríl 2014 06:00 Spá FBL og Vísis: Fylkir hafnar í 11. sæti Ef marka má spá Fréttablaðsins og Vísis fyrir Pepsi-deildina í knattspyrnu 2014 þá lýkur fimmtán ára samfelldri veru Fylkis í úrvalsdeildinni í haust. 23. apríl 2014 06:30 Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann „Maður var eiginlega að óska þess að Víkingur myndi ekki tapa“ „Þetta kjaftæði, það stoppar ekki Kópavoginn“ „Höfum fengið að blómstra fyrir það sem við nákvæmlega erum“ „Langbesta liðið í þessari deild“ Uppgjörið: Víkingur R. - Breiðablik 0-3 | Titillinn í Kópavog eftir meistaraframmistöðu Blikar þurftu að gera breytingu eftir slæman árekstur Sjá meira
Spá FBL og Vísis: Fjölnir hafnar í 12. sæti Fréttablaðið og Vísir telur niður í Pepsi-deild karla í knattspyrnu sem hefst sunnudaginn 4. maí. Nýliðum Fjölnis er spáð neðsta sæti deildarinnar og þar með falli úr henni í haust. 22. apríl 2014 06:00
Spá FBL og Vísis: Fylkir hafnar í 11. sæti Ef marka má spá Fréttablaðsins og Vísis fyrir Pepsi-deildina í knattspyrnu 2014 þá lýkur fimmtán ára samfelldri veru Fylkis í úrvalsdeildinni í haust. 23. apríl 2014 06:30
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn