Spá FBL og Vísis: ÍBV hafnar í 6. sæti 28. apríl 2014 06:00 Víðir Þorvarðarson vakti athygli fyrir skemmtilegt buff sem hann notaði í deildinni í fyrra. Vísir/Daníel Eftir vissan stöðugleika og mikinn uppgang undir stjórn HeimisHallgrímssonar mæta Eyjamenn til leiks með nýjan þjálfara í brúnni annað árið í röð eftir að HermannHreiðarsson ákvað að halda ekki áfram með uppeldisklúbbinn. Þá er DavidJames einnig farinn.Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrverandi þjálfari kvennalandsliðsins, er tekinn við ÍBV og spreytir sig nú í fyrsta skipti í meistaraflokksþjálfun með karlmenn. Það verður mjög forvitnilegt að sjá hvernig þessum flotta þjálfara tekst að taka skrefið yfir. Eyjamenn hafa eins og önnur lið lítið bætt við sig en byggja sinn leik á traustri vörn og góðum markverði. Það lítur út fyrir að það verði fátt um fína drætti í sóknarleiknum eins og í fyrra nema Siggi Raggi finni einhverjar töfralausnir korter í mót.Gengi ÍBV síðustu sex tímabil: 2008 (B-deild, 1. sæti) 2009 (10. sæti) 2010 (3. sæti) 2011 (3. sæti) 2012 (3. sæti) 2013 (6. sæti)Íslandsmeistarar: 3 sinnum (síðast 1998)Bikarmeistarar: 4 sinnum (síðast 1998)Tölur ÍBV í Pepsi-deildinni 2013: Mörk skoruð: 10. sæti (1,18 í leik) Mörk á sig: 5. sæti (1,27 í leik) Stig heimavelli: 5. sæti (17 af 51,5%) Stig á útivelli: 8. sæti (112 af 36,4%)Nýju mennirnir: Abel Dhaira (Tansaníu) Jökull I. Elísabetarson (Breiðabliki) Atli Fannar Jónsson (Breiðabliki) Dominic Adams (Trínidad) Jonathan Glenn (Trínidad)Sigurður Ragnar stýrir ÍBV.Vísir/ÓskarEINKUNNASPJALDIÐ:Vörnin: 5 stjörnur Varnarleikurinn var það sem dró vagninn hjá Eyjamönnum í fyrra. Þeir skoruðu ekki nema 26 mörk á síðasta tímabili en höfnuðu engu að síður í sjötta sæti. Til viðmiðunar má benda á að liðin í næstu þremur sætum fyrir neðan ÍBV í fyrra skoruðu öll yfir 30 mörk. Þau fengu aftur á móti á sig yfir 30 og yfir 40 mörk á meðan Eyjamenn fengu aðeins á sig 28 mörk. ÍBV er með besta miðvarðaparið í deildinni í þeim Eiði Aroni Sigurbjörnssyni fyrirliða og Brynjari Gauta Guðjónssyni. Það er fátt sem fer í gegnum þá tvo. Bakverðirnir Arnór Eyvar Traustason og Matt Garner eru gríðarlega traustir og Garner flottur fram á við. Arnór Eyvar verður reyndar ekki klár í byrjun móts sem er vont fyrir Eyjamenn. Fyrir aftan þá í markinu verður hinn skemmtilegi Abel Dhaira sem er kominn aftur eftir eins árs dvöl í Tansaníu. Þó Dhaira sé stundum skrautlegur í markinu er hann frábær markvörður. Síðast þegar hann spilaði með ÍBV fékk liðið aðeins 21 mark á sig og þau voru ekki nema fimm í Lengjubikarnum. Abel er búinn að vera mjög góður í vor og lofar góðu fyrir sumarið, rétt eins og vörn Eyjamanna.Sóknin: 1 stjarna Eins góður og varnarleikurinn er hjá ÍBV þá er sóknarleikurinn ekkert í líkingu við hann. Eyjamenn skoruðu ekki nema 26 mörk í deildinni í fyrra, töluvert færri en liðin sem höfnuðu í níu efstu sætum deildarinnar. Liðið er ekki með neinn alvöru markaskorara. Víðir Þorvarðarson var svona við það að slá í gegn í fyrra eftir góða byrjun á mótinu en hann skoraði á endanum sex mörk. Hann er afskaplega duglegur framherji en hin liðin í deildinni verða á varðbergi gagnvart honum núna. Það er erfitt að treysta á tíu mörk eða fleiri frá honum. Siggi Raggi fékk til sín tvo sóknarmenn frá Trínidad og Tóbagó sem verða líklega frammi með Víði en hvorugur skoraði mark í Lengjubikarnum. Þá eru miðjumenn ÍBV heldur ekkert sérstaklega marksæknir. Ian Jeffs, sá trausti spilari, skoraði aðeins tvö mörk í 22 leikjum í fyrra en það er hans versti árangur síðan hann kom hingað til lands árið 2003.Þjálfarinn: 3 stjörnur Sigurður Ragnar Eyjólfsson sýndi á sjö árum með kvennalandsliðið hversu öflugur þjálfari hann er. Hann kom því tvívegis á stórmót og í seinna skiptið í átta liða úrslit. Siggi Raggi átti stóran þátt í að breyta landslaginu í kvennaknattspyrnu á Íslandi. Nú fær hann spennandi tækifæri í úrvalsdeildinni með gott lið og verður gaman að sjá hvernig hann tekur skrefið inn í karlaboltann. Það er ólíkt að þjálfa karla og konur. Það er ekki bara það heldur verður Siggi Raggi nú með liðið á hverjum degi eins og hann hefur verið síðan hann tók við liðinu. Það er allt annað en að skipuleggja nokkurra daga verkefni eða stórmót með landsliðinu.Breiddin: 2 stjörnur Hópurinn er nokkuð þunnskipaður en þó eru möguleikar í boði eftir komu útlendinganna. Það hjálpar þó ekki til að Arnór Eyvar verði meiddur í byrjun móts því Eyjamenn hafa treyst mikið á að halda varnarlínunni nær óbreyttri í langan tíma. Dean Martin, sá síungi höfðingi, fór með Sigurði Ragnari til Eyja og gerðist aðstoðarþjálfari hjá honum. Dean er einnig að spila en hann sýndi það nokkrum sinnum í fyrra að hann getur alveg skilað góðum leikjum ef hann er notaður rétt. Maðurinn er náttúrulega í betra formi en flestir í deildinni. Strákar eins og Arnar Bragi Bergsson fá nú enn betra tækifæri til að sýna sig og þá hélt ÍBV miðjumanninum Gunnari Þorsteinssyni sem sló í gegn í fyrra. Frábær miðjumaður sem hjálpar mikið til við varnarleikinn og skilar boltanum vel frá sér.Liðsstyrkurinn: 2 stjörnur Abel er kominn aftur í markið sem fyrr segir sem var mikilvægt vegna brotthvarfs Davids James. Þá gerði Siggi Raggi skynsöm kaup og fékk Jökul I. Elísabetarson til liðsins frá Breiðabliki. Það er leikmaður sem var farinn að fá færri tækifæri í Kópavoginum en allir vita hvað getur. Hann og Gunnar Þorsteinsson ættu að mynda mjög öflugt teymi á miðju ÍBV. Tansaníumennirnir tveir þurfa að sýna meira en þeir hafa gert hingað til. Eyjamenn treysta á að þeir geti hjálpað við markaskorun en það var þó alltaf mikilvægt fyrir Sigga Ragga að stækka hópinn og koma þeirra gerir það. Atli Fannar Jónsson, ungur og efnilegur Bliki, er einnig kominn til Eyja. Pressan er ekki á honum að draga Eyjaliðið að landi í sumar en hann fær flott tækifæri til að sanna sig í efstu deild.Hefðin: 3 stjörnur Eftir að ÍBV kom aftur upp í deild þeirra bestu 2009, hefur liðið verið á meðal þeirra bestu í deildinni. Það barðist um Íslandsmeistaratitilinn fyrir nokkrum árum en hefur ekki alveg bolmagnið til að halda því áfram. Eyjamenn státa engu að síður af flottu fótboltaliði. Það er mikil fótboltahefð í Eyjum enda liðið þrefaldur Íslandsmeistari, en það vann tvö ár í röð 1997 og 1998. Heimavöllur liðsins er oftar en ekki algjört vígi en það líður engum neitt sérstaklega vel með það að sækja ÍBV heim á Hásteinsvöll.Lykilmaðurinn: Eiður Aron Sigurbjörnsson Einn af bestu, ef ekki einfaldlega besti miðvörður deildarinnar. Af hverju hann hefur ekki fengið sanngjarnt tækifæri í atvinnumennsku skilja fáir enda verið frábær í Pepsi-deildinni í nokkur ár núna þótt kornungur sé, fæddur 1994. Eiður er eins traustur varnarmaður og þeir gerast. Góður í loftinu, sterkur í návígi, með mikinn leikskilning og fullur af baráttuvilja. Það myndu öll liðin í deildinni vilja hafa hann í sínum röðum.Abel Dhaira.Vísir/DaníelFylgstu með þessum: Abel Dhaira Markvörðurinn öflugi er kominn aftur til ÍBV eftir eins árs dvöl í Tansaníu og byrjar hann af krafti. Hann hefur verið virkilega öflugur í þeim leikjum sem hann hefur spilað í Lengjubikarnum og virðist í fantaformi. Mikið er rætt og ritað um hversu gaman honum finnst að fara af línunni og hlaupa út í teiginn, stundum í hættuleg úthlaup, en tölurnar tala sínu máli. Síðast þegar hann varði mark ÍBV fyrir tveimur árum fékk ekkert lið á sig færri mörk. Það er það sem skiptir máli.Spá Vísis og Fréttablaðsins fyrir Pepsi-deild karla sumarið 2014: 1. sæti ??? 2. sæti ??? 3. sæti ??? 4. sæti ??? 5. sæti ??? 6. sæti ÍBV 7. sæti Þór 8. sæti Fram 9. sæti Keflavík 10. sæti Víkingur 11. sæti Á morgun 12. sæti FjölnirGrafík/Fréttablaðið Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá FBL og Vísis: Fram hafnar í 8. sæti Fram er einfaldlega stærsta spurningamerkið fyrir tímabilið enda kemur liðið gríðarlega mikið breytt til leiks, með nýjan þjálfara og hreinlega nýja stefnu í sínum knattspyrnumálum. 25. apríl 2014 06:00 Spá FBL og Vísis: Keflavík hafnar í 9. sæti Keflvíkingar verða áfram í neðri hluta Pepsi-deildarinnar ef marka má spá íþróttadeildar Fréttablaðsins og Vísis en liðið heldur þó sæti sínu í deildinni. Keflavíkurliðið er spurningamerki en það hefur þó verið að leika ágætlega á undirbúningstímabilinu. 24. apríl 2014 08:00 Spá FBL og Vísis: Fjölnir hafnar í 12. sæti Fréttablaðið og Vísir telur niður í Pepsi-deild karla í knattspyrnu sem hefst sunnudaginn 4. maí. Nýliðum Fjölnis er spáð neðsta sæti deildarinnar og þar með falli úr henni í haust. 22. apríl 2014 06:00 Spá FBL og Vísis: Fylkir hafnar í 11. sæti Ef marka má spá Fréttablaðsins og Vísis fyrir Pepsi-deildina í knattspyrnu 2014 þá lýkur fimmtán ára samfelldri veru Fylkis í úrvalsdeildinni í haust. 23. apríl 2014 06:30 Spá FBL og Vísis: Þór hafnar í 7. sæti Þórsarar héldu sæti sínu í Pepsi-deildinni í fyrra og gera það nokkuð auðveldlega aftur í sumar ef spá íþróttadeildar Fréttablaðsins og Vísis verður að veruleika. 26. apríl 2014 06:00 Spá FBL og Vísis: Víkingur hafnar í 10. sæti Ef marka má spá íþróttadeildar Fréttablaðsins og Vísis halda nýliðar Víkings sæti sínu í Pepsi-deild karla með naumindum en liðið er komið aftur í deild þeirra bestu eftir tveggja ára fjarveru. 24. apríl 2014 06:00 Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Fleiri fréttir Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann „Maður var eiginlega að óska þess að Víkingur myndi ekki tapa“ „Þetta kjaftæði, það stoppar ekki Kópavoginn“ „Höfum fengið að blómstra fyrir það sem við nákvæmlega erum“ „Langbesta liðið í þessari deild“ Uppgjörið: Víkingur R. - Breiðablik 0-3 | Titillinn í Kópavog eftir meistaraframmistöðu Blikar þurftu að gera breytingu eftir slæman árekstur Sjá meira
Eftir vissan stöðugleika og mikinn uppgang undir stjórn HeimisHallgrímssonar mæta Eyjamenn til leiks með nýjan þjálfara í brúnni annað árið í röð eftir að HermannHreiðarsson ákvað að halda ekki áfram með uppeldisklúbbinn. Þá er DavidJames einnig farinn.Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrverandi þjálfari kvennalandsliðsins, er tekinn við ÍBV og spreytir sig nú í fyrsta skipti í meistaraflokksþjálfun með karlmenn. Það verður mjög forvitnilegt að sjá hvernig þessum flotta þjálfara tekst að taka skrefið yfir. Eyjamenn hafa eins og önnur lið lítið bætt við sig en byggja sinn leik á traustri vörn og góðum markverði. Það lítur út fyrir að það verði fátt um fína drætti í sóknarleiknum eins og í fyrra nema Siggi Raggi finni einhverjar töfralausnir korter í mót.Gengi ÍBV síðustu sex tímabil: 2008 (B-deild, 1. sæti) 2009 (10. sæti) 2010 (3. sæti) 2011 (3. sæti) 2012 (3. sæti) 2013 (6. sæti)Íslandsmeistarar: 3 sinnum (síðast 1998)Bikarmeistarar: 4 sinnum (síðast 1998)Tölur ÍBV í Pepsi-deildinni 2013: Mörk skoruð: 10. sæti (1,18 í leik) Mörk á sig: 5. sæti (1,27 í leik) Stig heimavelli: 5. sæti (17 af 51,5%) Stig á útivelli: 8. sæti (112 af 36,4%)Nýju mennirnir: Abel Dhaira (Tansaníu) Jökull I. Elísabetarson (Breiðabliki) Atli Fannar Jónsson (Breiðabliki) Dominic Adams (Trínidad) Jonathan Glenn (Trínidad)Sigurður Ragnar stýrir ÍBV.Vísir/ÓskarEINKUNNASPJALDIÐ:Vörnin: 5 stjörnur Varnarleikurinn var það sem dró vagninn hjá Eyjamönnum í fyrra. Þeir skoruðu ekki nema 26 mörk á síðasta tímabili en höfnuðu engu að síður í sjötta sæti. Til viðmiðunar má benda á að liðin í næstu þremur sætum fyrir neðan ÍBV í fyrra skoruðu öll yfir 30 mörk. Þau fengu aftur á móti á sig yfir 30 og yfir 40 mörk á meðan Eyjamenn fengu aðeins á sig 28 mörk. ÍBV er með besta miðvarðaparið í deildinni í þeim Eiði Aroni Sigurbjörnssyni fyrirliða og Brynjari Gauta Guðjónssyni. Það er fátt sem fer í gegnum þá tvo. Bakverðirnir Arnór Eyvar Traustason og Matt Garner eru gríðarlega traustir og Garner flottur fram á við. Arnór Eyvar verður reyndar ekki klár í byrjun móts sem er vont fyrir Eyjamenn. Fyrir aftan þá í markinu verður hinn skemmtilegi Abel Dhaira sem er kominn aftur eftir eins árs dvöl í Tansaníu. Þó Dhaira sé stundum skrautlegur í markinu er hann frábær markvörður. Síðast þegar hann spilaði með ÍBV fékk liðið aðeins 21 mark á sig og þau voru ekki nema fimm í Lengjubikarnum. Abel er búinn að vera mjög góður í vor og lofar góðu fyrir sumarið, rétt eins og vörn Eyjamanna.Sóknin: 1 stjarna Eins góður og varnarleikurinn er hjá ÍBV þá er sóknarleikurinn ekkert í líkingu við hann. Eyjamenn skoruðu ekki nema 26 mörk í deildinni í fyrra, töluvert færri en liðin sem höfnuðu í níu efstu sætum deildarinnar. Liðið er ekki með neinn alvöru markaskorara. Víðir Þorvarðarson var svona við það að slá í gegn í fyrra eftir góða byrjun á mótinu en hann skoraði á endanum sex mörk. Hann er afskaplega duglegur framherji en hin liðin í deildinni verða á varðbergi gagnvart honum núna. Það er erfitt að treysta á tíu mörk eða fleiri frá honum. Siggi Raggi fékk til sín tvo sóknarmenn frá Trínidad og Tóbagó sem verða líklega frammi með Víði en hvorugur skoraði mark í Lengjubikarnum. Þá eru miðjumenn ÍBV heldur ekkert sérstaklega marksæknir. Ian Jeffs, sá trausti spilari, skoraði aðeins tvö mörk í 22 leikjum í fyrra en það er hans versti árangur síðan hann kom hingað til lands árið 2003.Þjálfarinn: 3 stjörnur Sigurður Ragnar Eyjólfsson sýndi á sjö árum með kvennalandsliðið hversu öflugur þjálfari hann er. Hann kom því tvívegis á stórmót og í seinna skiptið í átta liða úrslit. Siggi Raggi átti stóran þátt í að breyta landslaginu í kvennaknattspyrnu á Íslandi. Nú fær hann spennandi tækifæri í úrvalsdeildinni með gott lið og verður gaman að sjá hvernig hann tekur skrefið inn í karlaboltann. Það er ólíkt að þjálfa karla og konur. Það er ekki bara það heldur verður Siggi Raggi nú með liðið á hverjum degi eins og hann hefur verið síðan hann tók við liðinu. Það er allt annað en að skipuleggja nokkurra daga verkefni eða stórmót með landsliðinu.Breiddin: 2 stjörnur Hópurinn er nokkuð þunnskipaður en þó eru möguleikar í boði eftir komu útlendinganna. Það hjálpar þó ekki til að Arnór Eyvar verði meiddur í byrjun móts því Eyjamenn hafa treyst mikið á að halda varnarlínunni nær óbreyttri í langan tíma. Dean Martin, sá síungi höfðingi, fór með Sigurði Ragnari til Eyja og gerðist aðstoðarþjálfari hjá honum. Dean er einnig að spila en hann sýndi það nokkrum sinnum í fyrra að hann getur alveg skilað góðum leikjum ef hann er notaður rétt. Maðurinn er náttúrulega í betra formi en flestir í deildinni. Strákar eins og Arnar Bragi Bergsson fá nú enn betra tækifæri til að sýna sig og þá hélt ÍBV miðjumanninum Gunnari Þorsteinssyni sem sló í gegn í fyrra. Frábær miðjumaður sem hjálpar mikið til við varnarleikinn og skilar boltanum vel frá sér.Liðsstyrkurinn: 2 stjörnur Abel er kominn aftur í markið sem fyrr segir sem var mikilvægt vegna brotthvarfs Davids James. Þá gerði Siggi Raggi skynsöm kaup og fékk Jökul I. Elísabetarson til liðsins frá Breiðabliki. Það er leikmaður sem var farinn að fá færri tækifæri í Kópavoginum en allir vita hvað getur. Hann og Gunnar Þorsteinsson ættu að mynda mjög öflugt teymi á miðju ÍBV. Tansaníumennirnir tveir þurfa að sýna meira en þeir hafa gert hingað til. Eyjamenn treysta á að þeir geti hjálpað við markaskorun en það var þó alltaf mikilvægt fyrir Sigga Ragga að stækka hópinn og koma þeirra gerir það. Atli Fannar Jónsson, ungur og efnilegur Bliki, er einnig kominn til Eyja. Pressan er ekki á honum að draga Eyjaliðið að landi í sumar en hann fær flott tækifæri til að sanna sig í efstu deild.Hefðin: 3 stjörnur Eftir að ÍBV kom aftur upp í deild þeirra bestu 2009, hefur liðið verið á meðal þeirra bestu í deildinni. Það barðist um Íslandsmeistaratitilinn fyrir nokkrum árum en hefur ekki alveg bolmagnið til að halda því áfram. Eyjamenn státa engu að síður af flottu fótboltaliði. Það er mikil fótboltahefð í Eyjum enda liðið þrefaldur Íslandsmeistari, en það vann tvö ár í röð 1997 og 1998. Heimavöllur liðsins er oftar en ekki algjört vígi en það líður engum neitt sérstaklega vel með það að sækja ÍBV heim á Hásteinsvöll.Lykilmaðurinn: Eiður Aron Sigurbjörnsson Einn af bestu, ef ekki einfaldlega besti miðvörður deildarinnar. Af hverju hann hefur ekki fengið sanngjarnt tækifæri í atvinnumennsku skilja fáir enda verið frábær í Pepsi-deildinni í nokkur ár núna þótt kornungur sé, fæddur 1994. Eiður er eins traustur varnarmaður og þeir gerast. Góður í loftinu, sterkur í návígi, með mikinn leikskilning og fullur af baráttuvilja. Það myndu öll liðin í deildinni vilja hafa hann í sínum röðum.Abel Dhaira.Vísir/DaníelFylgstu með þessum: Abel Dhaira Markvörðurinn öflugi er kominn aftur til ÍBV eftir eins árs dvöl í Tansaníu og byrjar hann af krafti. Hann hefur verið virkilega öflugur í þeim leikjum sem hann hefur spilað í Lengjubikarnum og virðist í fantaformi. Mikið er rætt og ritað um hversu gaman honum finnst að fara af línunni og hlaupa út í teiginn, stundum í hættuleg úthlaup, en tölurnar tala sínu máli. Síðast þegar hann varði mark ÍBV fyrir tveimur árum fékk ekkert lið á sig færri mörk. Það er það sem skiptir máli.Spá Vísis og Fréttablaðsins fyrir Pepsi-deild karla sumarið 2014: 1. sæti ??? 2. sæti ??? 3. sæti ??? 4. sæti ??? 5. sæti ??? 6. sæti ÍBV 7. sæti Þór 8. sæti Fram 9. sæti Keflavík 10. sæti Víkingur 11. sæti Á morgun 12. sæti FjölnirGrafík/Fréttablaðið
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá FBL og Vísis: Fram hafnar í 8. sæti Fram er einfaldlega stærsta spurningamerkið fyrir tímabilið enda kemur liðið gríðarlega mikið breytt til leiks, með nýjan þjálfara og hreinlega nýja stefnu í sínum knattspyrnumálum. 25. apríl 2014 06:00 Spá FBL og Vísis: Keflavík hafnar í 9. sæti Keflvíkingar verða áfram í neðri hluta Pepsi-deildarinnar ef marka má spá íþróttadeildar Fréttablaðsins og Vísis en liðið heldur þó sæti sínu í deildinni. Keflavíkurliðið er spurningamerki en það hefur þó verið að leika ágætlega á undirbúningstímabilinu. 24. apríl 2014 08:00 Spá FBL og Vísis: Fjölnir hafnar í 12. sæti Fréttablaðið og Vísir telur niður í Pepsi-deild karla í knattspyrnu sem hefst sunnudaginn 4. maí. Nýliðum Fjölnis er spáð neðsta sæti deildarinnar og þar með falli úr henni í haust. 22. apríl 2014 06:00 Spá FBL og Vísis: Fylkir hafnar í 11. sæti Ef marka má spá Fréttablaðsins og Vísis fyrir Pepsi-deildina í knattspyrnu 2014 þá lýkur fimmtán ára samfelldri veru Fylkis í úrvalsdeildinni í haust. 23. apríl 2014 06:30 Spá FBL og Vísis: Þór hafnar í 7. sæti Þórsarar héldu sæti sínu í Pepsi-deildinni í fyrra og gera það nokkuð auðveldlega aftur í sumar ef spá íþróttadeildar Fréttablaðsins og Vísis verður að veruleika. 26. apríl 2014 06:00 Spá FBL og Vísis: Víkingur hafnar í 10. sæti Ef marka má spá íþróttadeildar Fréttablaðsins og Vísis halda nýliðar Víkings sæti sínu í Pepsi-deild karla með naumindum en liðið er komið aftur í deild þeirra bestu eftir tveggja ára fjarveru. 24. apríl 2014 06:00 Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Fleiri fréttir Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann „Maður var eiginlega að óska þess að Víkingur myndi ekki tapa“ „Þetta kjaftæði, það stoppar ekki Kópavoginn“ „Höfum fengið að blómstra fyrir það sem við nákvæmlega erum“ „Langbesta liðið í þessari deild“ Uppgjörið: Víkingur R. - Breiðablik 0-3 | Titillinn í Kópavog eftir meistaraframmistöðu Blikar þurftu að gera breytingu eftir slæman árekstur Sjá meira
Spá FBL og Vísis: Fram hafnar í 8. sæti Fram er einfaldlega stærsta spurningamerkið fyrir tímabilið enda kemur liðið gríðarlega mikið breytt til leiks, með nýjan þjálfara og hreinlega nýja stefnu í sínum knattspyrnumálum. 25. apríl 2014 06:00
Spá FBL og Vísis: Keflavík hafnar í 9. sæti Keflvíkingar verða áfram í neðri hluta Pepsi-deildarinnar ef marka má spá íþróttadeildar Fréttablaðsins og Vísis en liðið heldur þó sæti sínu í deildinni. Keflavíkurliðið er spurningamerki en það hefur þó verið að leika ágætlega á undirbúningstímabilinu. 24. apríl 2014 08:00
Spá FBL og Vísis: Fjölnir hafnar í 12. sæti Fréttablaðið og Vísir telur niður í Pepsi-deild karla í knattspyrnu sem hefst sunnudaginn 4. maí. Nýliðum Fjölnis er spáð neðsta sæti deildarinnar og þar með falli úr henni í haust. 22. apríl 2014 06:00
Spá FBL og Vísis: Fylkir hafnar í 11. sæti Ef marka má spá Fréttablaðsins og Vísis fyrir Pepsi-deildina í knattspyrnu 2014 þá lýkur fimmtán ára samfelldri veru Fylkis í úrvalsdeildinni í haust. 23. apríl 2014 06:30
Spá FBL og Vísis: Þór hafnar í 7. sæti Þórsarar héldu sæti sínu í Pepsi-deildinni í fyrra og gera það nokkuð auðveldlega aftur í sumar ef spá íþróttadeildar Fréttablaðsins og Vísis verður að veruleika. 26. apríl 2014 06:00
Spá FBL og Vísis: Víkingur hafnar í 10. sæti Ef marka má spá íþróttadeildar Fréttablaðsins og Vísis halda nýliðar Víkings sæti sínu í Pepsi-deild karla með naumindum en liðið er komið aftur í deild þeirra bestu eftir tveggja ára fjarveru. 24. apríl 2014 06:00
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn