Sport

Stelpurnar byrjuðu á sigri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Stefán
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí hóf í gær keppni í 2. deild HM en mótið fer fram hér á landi.

Stelpurnar höfðu betur gegn Tyrkjum í fyrsta leik, 3-2. Sarah Shantz-Smiley og Anna Ágústsdóttir komu Íslandi yfir en Tyrkir jöfnuðu með tveimur mörkum snemma í þriðja leikhluta.

Steinunn Sigurgeirsdóttir skoraði svo sigurmark Íslands þegar rúmar átta mínútur voru eftir.

Ísland var þó mun sterkari aðilinn í leiknum en Sera Dogramaci átti stórleik í marki Tyrkja og varði 35 skot. Guðlaug Þorsteinsdóttir þurfi aðeins að verja tólf skot í marki Íslands.

Fyrr um daginn vann Spánn sigur á Belgíu, 5-0, og Króatía hafði betur gegn Slóveníu, 3-2. Ísland mætir Slóvenum í næsta leik klukkan 20.00 í kvöld en allir leikirnir fara fram í Skautahöllinni í Laugardal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×