Erlent

Þvertekur fyrir að faðir sinn sé ábyrgur fyrir hvarfi vélarinnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP
„Ég hef lesið það sem sagt er á internetinu, en ég hef hundsað allar vangavelturnar. Ég þekki faðir minn betur en það,“ sagði Ahmad Seth Zaharie, yngsti sonur flugmanns flugs MH370 frá Malasíu. Hann þvertekur fyrir að faðir hans, Zaharie Ahmad Shah, sé ábyrgur fyrir óförum flugvélarinnar.

Þetta sagði hann í viðtali við New Straits Times, sem er dagblað í Malasíu og sagt er frá á vef CNN.

„Við vorum kannski ekki mjög nánir, vegna þess að hann ferðaðist mikið. En ég skildi hann.“

Rannsakendur flugslyssins hafa nú rannsakað báða flugmenn vélarinnar í 19 daga. Ekki hefur fundist neitt sem bendir til þess að annar flugmannanna hafi haft tilefni til að ræna vélinni.

Þá hefur ekkert grunsamlegt fundist í pokahorninu hjá farþegum eða starfsmönnum vélarinnar.

„Ég held að engin ein kenning sé viðráðandi núna. Það eru mótrök gegn öllum kenningum sem uppi eru.“ Þetta hefur CNN eftir bandarískum embættismanni.  

Vísir/AP
Vísir/AP

Tengdar fréttir

Fengu fréttirnar í smáskilaboðum

Aðstandendur farþeganna 239 um borð í vél Malaysia Airlines, sem talin er hafa hrapað í Indlandshaf, eru sorgmæddir og reiðir.

Samúðarskilaboð í Malasíu

Ætlast er til að ökumenn votti samúð sína með aðstandendum þeirra 239 farþega sem taldir eru hafa farist með flugi MH370. Skilaboð í þá veru verða á hjálmi hvers ökumanns og bíl. Einnig verður einnar mínútu þögn fyrir keppnina á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×