Erlent

"Komdu heim, við söknum þín“

Bjarki Ármannsson skrifar
Enn er óljóst hver örlög flugvélarinnar urðu.
Enn er óljóst hver örlög flugvélarinnar urðu. Vísir/AFP
Fjölskylda annars flugmanns farþegaþotunnar sem hvarf sporlaust þann 8. mars síðastliðinn hefur sett á netið myndband sem biður hann um að snúa vinsamlegast heim sem fyrst.

Myndbandið samanstendur af ljósmyndum af hinum 53 ára gamla Zaharie Ahmad Shah ásamt stuttum lýsingum á honum. Hann er meðal annars sagður örlátur, vel gefinn og elskaður af mörgum. Undir lok myndbandsins er ‚Ari,‘ líkt og hann er greinilega kallaður, beðinn um að snúa heim vegna þess að hans er sárt saknað.

Shah sat við stjórnvölinn á flugi MH370 frá Kuala Lumpur til Peking á vegum Malaysia Airlines sem enn hefur hvorki fundist tangur né tetur af, þrátt fyrir ítarlega leit.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið, sem upphaflega var birt á fréttasíðu Sky


Tengdar fréttir

Kínverjar vilja aukinn kraft í leitina

Kínverjar krefjast þess að malasísk yfirvöld leggi meiri kraft í leitina að Boeing 777-farþegavélinni sem hvarf á laugardaginn. Um borð voru 239 manneskjur.

Dularfullt hvarf farþegaflugvélar

Þegar flug MH370 hjá Malaysia Airlines hvarf af ratsjá í góðu veðri síðastliðið laugardagskvöld gat enginn útskýrt hvernig þessi Boeing 777-farþegaflugvél gat horfið að því er virtist upp úr þurru. Síðan þá hafa misvísandi upplýsingar og alls kyns kenningar verið í gangi um hvarfið án þess að nein sönnunargögn hafi komið fram. Hvað sem því líður þá er þessi þota með 239 manneskjur um borð enn ófundin

Ekkert bendir til hryðjuverka

Mennirnir tveir sem fóru með stolin vegabréf um borð í flugvél Malaysia Airlines, sem hefur verið saknað frá því á laugardag, eru taldir hafa ætlað að flytja til Evrópu.

Óttast að 239 séu látnir

Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk.

Týnd flugvél reyndi að snúa við

Ný gögn benda til þess að farþegaþota Malaysian Airlines sem hvarf í gærkvöldi hafi reynt að snúa við áður en hún hvarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×