Innlent

Björn Bragi baðst aftur afsökunar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björn Bragi sér greinilega eftir ummælum sínum.
Björn Bragi sér greinilega eftir ummælum sínum. visir/stefán
Sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson baðst aftur afsökunar á ummælum sínum í EM-stofunni á RÚV í kvöld. Björn Bragi líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis í gær.

Málið er komið inn á borð hjá austurríska handknattleikssambandinu og mun sambandið hugsanlega leita réttar síns og hefur ekki útiloka að höfða mál.

Fjallað hefur verið um málið í austurrískum og þýskum miðlum í dag.

„Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum,“ sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í beinni útsendingu.

Í EM-stofunni í kvöld baðst Björn aftur afsökunar.

„Ég bið aftur sjónvarpsáhorfendur og alla Austurríkismenn innilegrar afsökunar á þessum ummælum mínum,“ sagði Björn Bragi á RÚV í kvöld.


Tengdar fréttir

Ummæli Björns Braga rata í austurríska og þýska miðla

Ummæli Björns Braga Arnarssonar í tengslum við leik Íslands og Austurríkis hefur ratað í þýska og austurríska miðla en hann líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska. Austurríska sambandið er með málið í skoðun og áskilur sér rétt til að grípa til lagalegra úrræða.

RÚV harmar ummæli Björns Braga

Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið.

Líkti landsliðinu við nasista

"Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×