Kúnnar þakklátir fyrir starfsmanninn á plani Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2013 09:00 Guðmundur Benjamín Jóhannesson segir útiveruna og spjall við hressa kúnna vera það besta við starfið. Fréttablaðið/GVA Fyrir nokkrum árum fjölgaði sjálfsölum verulega á bensínstöðvum sem æ fleiri nýttu sér til að spara bensínkostnað. En það eru alltaf einhverjir sem vilja heldur þjónustuna, hvort sem það er að setja bensín á bílinn eða athuga með olíuna, og á höfuðborgarsvæðinu eru 35 bensínstöðvar sem enn bjóða upp á slíka þjónustu. Í samtali við Olís, Skeljung og N1 kom fram að öll fyrirtækin leggi upp úr þjónustu við viðskiptavini og ekki er séð fram á að sjálfsalinn muni alfarið taka við af þjónustunni. Áhersla á þjónustu starfsmanna á plani hefur þó farið minnkandi vegna minnkandi eftirspurnar. Fyrir um ári síðan byrjaði Skeljungur að bjóða upp á jafn dýrt bensín, í sjálfsafgreiðslu og þjónustu, og þá kom í ljós að kúnnarnir vilja gjarnan þiggja þjónustuna. Guðmundur Benjamín Jóhannesson starfar við útiþjónustu á Stöðinni á Birkimel í Vesturbænum. Ófá þakkarbréf hafa verið send til stjórnenda Skeljungar þar sem einstök þjónustulund hans er lofuð. Guðmundur kannast vel við það að fólk sé þakklátt fyrir þjónustuna. „Maður minnir á frostlöginn, býðst til að athuga með vatnið og olíuna, bendir því á að rúðuþurrkurnar eru handónýtar og býðst til að skipta, athugar með loft í dekkjum og svo framvegis. Þetta er eitthvað sem fólk kann virkilega vel að meta. Svo þegar það er vont veður þá finnst því voða notalegt að fá þjónustu og geta verið inni í hlýjum bíl.“ Guðmundur hefur unnið á bensínstöðinni í fimmtán ár og gegnt ýmsum störfum en skemmtilegast þykir honum að vera í þjónustunni úti við. „Útiveran hentar mér vel. Maður hefur alla lóðina til að rölta um og teygja á sér. Svo er gaman að hitta skemmtilega kúnna og maður er farinn að þekkja fastakúnnana ansi vel. Maður er bara tilbúinn með þjónustuna og vöruna þegar þeir koma því maður veit hvað þeir vilja. Við erum eiginlega eins og lítil fjölskylda hérna, sama starfsfólkið búið að vera lengi og allir þekkja alla.“ Á tímabili fyrir nokkrum árum stóð til að þjónusta á stöðinni myndi hætta og var þjónustan takmörkuð verulega. „Þá var fólk ekki alveg sátt enda mikið af eldra fólki sem kemur og treystir á að við förum aðeins yfir bílinn yfir góðu spjalli,“ segir Guðmundur. Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Fyrir nokkrum árum fjölgaði sjálfsölum verulega á bensínstöðvum sem æ fleiri nýttu sér til að spara bensínkostnað. En það eru alltaf einhverjir sem vilja heldur þjónustuna, hvort sem það er að setja bensín á bílinn eða athuga með olíuna, og á höfuðborgarsvæðinu eru 35 bensínstöðvar sem enn bjóða upp á slíka þjónustu. Í samtali við Olís, Skeljung og N1 kom fram að öll fyrirtækin leggi upp úr þjónustu við viðskiptavini og ekki er séð fram á að sjálfsalinn muni alfarið taka við af þjónustunni. Áhersla á þjónustu starfsmanna á plani hefur þó farið minnkandi vegna minnkandi eftirspurnar. Fyrir um ári síðan byrjaði Skeljungur að bjóða upp á jafn dýrt bensín, í sjálfsafgreiðslu og þjónustu, og þá kom í ljós að kúnnarnir vilja gjarnan þiggja þjónustuna. Guðmundur Benjamín Jóhannesson starfar við útiþjónustu á Stöðinni á Birkimel í Vesturbænum. Ófá þakkarbréf hafa verið send til stjórnenda Skeljungar þar sem einstök þjónustulund hans er lofuð. Guðmundur kannast vel við það að fólk sé þakklátt fyrir þjónustuna. „Maður minnir á frostlöginn, býðst til að athuga með vatnið og olíuna, bendir því á að rúðuþurrkurnar eru handónýtar og býðst til að skipta, athugar með loft í dekkjum og svo framvegis. Þetta er eitthvað sem fólk kann virkilega vel að meta. Svo þegar það er vont veður þá finnst því voða notalegt að fá þjónustu og geta verið inni í hlýjum bíl.“ Guðmundur hefur unnið á bensínstöðinni í fimmtán ár og gegnt ýmsum störfum en skemmtilegast þykir honum að vera í þjónustunni úti við. „Útiveran hentar mér vel. Maður hefur alla lóðina til að rölta um og teygja á sér. Svo er gaman að hitta skemmtilega kúnna og maður er farinn að þekkja fastakúnnana ansi vel. Maður er bara tilbúinn með þjónustuna og vöruna þegar þeir koma því maður veit hvað þeir vilja. Við erum eiginlega eins og lítil fjölskylda hérna, sama starfsfólkið búið að vera lengi og allir þekkja alla.“ Á tímabili fyrir nokkrum árum stóð til að þjónusta á stöðinni myndi hætta og var þjónustan takmörkuð verulega. „Þá var fólk ekki alveg sátt enda mikið af eldra fólki sem kemur og treystir á að við förum aðeins yfir bílinn yfir góðu spjalli,“ segir Guðmundur.
Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira