Viðskipti innlent

Ljóst.is birtir ný gögn um lánveitingar hjá Glitni

Kristján Hjálmarsson skrifar
Pedro Noel og Santiago Carrion, ritstjórar Ljóst.is.
Pedro Noel og Santiago Carrion, ritstjórar Ljóst.is.

Um misskilning var að ræða þegar hlutir Bjarna Benediktssonar í Glitni voru taldir sem íslenskar krónur í skjölum sem uppljóstrunarsíðan Ljóst.is birti í gær. Þetta kemur fram í bréfi frá aðstandendum síðunnar.

Vegna þessa hafa aðstandendur síðunnar ákveðið að birta lista sem notaður var innanhúss hjá Glitni yfir helstu lánveitingar til einstaklinga og fyrirtækja dagsett í september árið 2008.

Fram kom í fjölmiðlum í gær og í morgun að uppljóstrunarsamtökin Associated Whistle-Blowing Press hefði birt gögn úr Glitni frá því rétt fyrir hrun. Á síðunni er sagt að skjölin geymi upplýsingar um stærstu lántakendur bankans, hagsmunaaðila og hreyfingu á hlutabréfum árin 2007 og 2008. Í einu skjalanna er sagt að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi fengið tæpa 6 milljarða að láni hjá bankanum en ekki 174 milljónir eins og fram kom í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis árið 2010.

Þar eru einnig birt skjöl sem eiga, samkvæmt Ljóst.is, að sýna fram á að Glitnir hafi greitt fyrir persónuleg útgjöld Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi bankastjóra Glitnis.

„Það var vissulega um misskilning að ræða varðandi skjalið „Loans.pdf“, þar sem hlutir í bankanum voru taldir vera íslenskar krónur,“ segir í bréfi frá Pedro Noel og Santiago Carrion, ritstjórum Ljóst.is. „Þökk sé blaðamönnum sem yfirfóru gögnin og tóku eftir þessu. Ljóst.is birti #Glitnisgögn með það að markmiði: að fólk geti rannsakað og túlkað þau að eigin vild.“

Í bréfinu segja þeir að frekari rannsókn verði að eiga sér stað. „Við vonumst til að blaðamenn, yfirvöld og almenningur, sem eru vel upplýstir um það sem gerðist á Íslandi, geti rannsakað málið. Gögnin sem við fengum um Glitni eru almennt mjög nákvæm og ofgnótt smáatriða - sum staðfest af fólki sem koma fyrir í sjálfum gögnunum. Það er mikilvægt og verður að taka með í reikninginn að Ljóst.is birtir ekki töluvert magn gagna til að upplýsa ekki um hagi þriðja aðila.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
1,8
8
158.611
SIMINN
0,81
6
116.074
HAGA
0,46
10
127.950
SYN
0,25
2
19.725
REGINN
0,24
5
46.506

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-3,51
11
103.338
ORIGO
-2,48
5
26.396
ICEAIR
-1,61
43
300.805
VIS
-1,38
11
111.491
TM
-0,73
3
41.050
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.