Erlent

Átök í Kænugarði

Mynd/EPA
Til átaka kom í morgun í Kænugarði höfuðborg Úkraínu þegar lögreglan reyndi að koma mótmælendum í burtu sem hafa tekið sér stöðu í ráðhúsi borgarinnar og á Sjálfstæðistorgi í miðborginni.

Lögreglan hóf aðgerðir sínar í nótt en þegar liðið hefur á morguninn hefur mótmælendum fjölgað. Mótmælin hófust í síðustu viku eftir að ríkisstjórnin ákvað að hætta við samning sem var í burðarliðnum við Evrópusambandið og hefði bætt tengsls landsins við önnur ríki Evrópu.

Talið er að Pútín Rússlandsforseti hafi beitt sér gegn samningnum og hefur málið vakið upp megna óánægju hjá stórum hluta landsmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×