Erlent

Bandaríkjamenn útiloka ekki refsiaðgerðir gegn Úkraínu

vísir/afp
Bandaríska utanríkisráðuneytið segist vera að íhuga að taka upp viðskiptaþvinganir gegn Úkraínu, þar sem allt hefur verið á suðupunkti síðustu daga.

Yfirlýsing Bandaríkjamanna barst eftir að óeirðalögregla í úkraínsku höfuðborginni Kænugarði reyndi að reka mótmælendur út úr ráðhúsi borgarinnar með valdi í gær. Hörð átök urðu í ráðhúsinu og á Sjálfstæðistorginu í miðborginni en að lokum hörfaði lögreglan.

Bandarísk stjórnvöld segja að varnarmálaráðherra Úkraínu hafi lofað að hervaldi yrði ekki beitt gegn mótmælendum og ef ekki yrði staðið við það þá kæmi til greina að setja viðskiptabann á landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×