Viðskipti innlent

Skattstofninn margföld fjárlög

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Daníel
Hinn svokallað bankaskattur verður hækkaður enn frekar samkvæmt fjármálaráðherra. Heildarskatturinn af fjármálafyrirtækjum verður 37,5 milljónir króna á næsta ári og verður hann að mestu borinn af fyrirtækjum í slitameðferð.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði á fundinum að skattar hafi almennt verið hækkaðir á undanförnum árum og margir nýir skattar hafi litið dagsins ljós. Þó hefði fjármálastarfsemi í landinu ekki séð skattahækkanir.

Hann sagði skattinn vera hóflegan í prósentum talið en fólk yrði að gera sér grein fyrir því að um gríðarlega stóran skattstofn væri að ræða, sem samsvaraði um tíu tinnum heildartekjum ríkisins.

Ennfremur að fjármálafyrirtæki sem hefðu verið endurreist hefðu aukið eignir á undanförnum árum og þau hefðu að mestu komist hjá því að greiða skatta í hlutfalli við aðra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×