Háskólinn fundar vegna meints „dónakarls“ Kristján Hjálmarsson skrifar 28. ágúst 2013 14:21 Jón Baldvin Hannibalsson á að vera gestafyrirlesari í HÍ. Daði Már Kristófersson er forseti félagsvísindadeildar og Baldur Þórhallsson kennari við deildina. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ekki verið ráðinn sem kennari við Háskóla Íslands heldur var hann fenginn til að vera gestafyrirlesari á námskeiði í alþjóðastjórnmálum. Þetta segir Daði Már Kristófersson, formaður félagsvísindadeildar Háskóla Íslands. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hafi fengið Jón Baldvin til að leysa sig af á námskeiðinu þar sem hann er á leið í rannsóknarleyfi. Daði Már ætlar að funda með Baldri vegna málsins seinna í dag.Eins og fram kom á Vísi fyrr í mánuðinum mun Jón Baldvin kenna námskeið við Háskóla Íslands um smáþjóðir og hvernig þeim farnast í alþjóðakerfinu. Námskeiðið verður kennt á ensku enda margir stúdentar erlendis frá. Síðastliðið vor kenndi Jón Baldvin sambærilegt námskeið við Alþjóðamálastofnun háskólans í Vilníus í Litháen.Töluverðrar gagnrýni hefur gætt vegna málsins og í dag birtist færsla á vefnum Knúz.is undir fyrirsögninni Háskóli Íslands - griðastaður dónakarla?. Höfundar greinarinnar eru Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Helga Þórey Jónsdóttir. Í greininni spyrja þær hvað hafi ráðið því að skólinn hafi ekki tilkynnt sérstaklega um það að „virtur“ fyrrverandi utanríkisráðherra og diplómat hygðist taka að sér kennslu, þótt auðvitað bæri fyrst að spyrja hvernig menntastofnun sem hefur stefnt að því að komast í hóp þeirra hundrað bestu geti talið sér sæmd í slíkri ráðningu til að byrja með. „En kannski vildi skólinn ekki þurfa að verja ráðningu mannsins, skiljanlega því Jón Baldvin Hannibalsson er dónakall,“ segja þær Hildur og Helga Þórey. Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindadeildar, segir að um ákveðinn misskilning sé að ræða. Jón Baldvin hafi „alls ekki“ verið ráðinn sem kennari við Háskóla Íslands heldur hafi Baldur Þórhallsson fengið hann inn sem gestafyrirlesara í námskeiðið þar sem hann væri á leið í rannsóknarleyfi. Í bréfi Hildar og Helgu Þóreyjar komi hins vegar fram punktar sem þurfi að ræða. „Í þessum pistli koma fram sjónarmið sem við þurfum nauðsynlega að taka tillit til og ræða. Ég þarf að ræða það við Baldur áður en lengra er haldið,“ segir Daði Már sem ætlar að hitta Baldur í dag. Hann ítrekar að Jón Baldvin hafi ekki verið ráðinn sem kennari. „Ef Jón Baldvin hefði verið ráðinn við skólann hefði það farið í gegnum allt annað ferli.“ Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ekki verið ráðinn sem kennari við Háskóla Íslands heldur var hann fenginn til að vera gestafyrirlesari á námskeiði í alþjóðastjórnmálum. Þetta segir Daði Már Kristófersson, formaður félagsvísindadeildar Háskóla Íslands. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hafi fengið Jón Baldvin til að leysa sig af á námskeiðinu þar sem hann er á leið í rannsóknarleyfi. Daði Már ætlar að funda með Baldri vegna málsins seinna í dag.Eins og fram kom á Vísi fyrr í mánuðinum mun Jón Baldvin kenna námskeið við Háskóla Íslands um smáþjóðir og hvernig þeim farnast í alþjóðakerfinu. Námskeiðið verður kennt á ensku enda margir stúdentar erlendis frá. Síðastliðið vor kenndi Jón Baldvin sambærilegt námskeið við Alþjóðamálastofnun háskólans í Vilníus í Litháen.Töluverðrar gagnrýni hefur gætt vegna málsins og í dag birtist færsla á vefnum Knúz.is undir fyrirsögninni Háskóli Íslands - griðastaður dónakarla?. Höfundar greinarinnar eru Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Helga Þórey Jónsdóttir. Í greininni spyrja þær hvað hafi ráðið því að skólinn hafi ekki tilkynnt sérstaklega um það að „virtur“ fyrrverandi utanríkisráðherra og diplómat hygðist taka að sér kennslu, þótt auðvitað bæri fyrst að spyrja hvernig menntastofnun sem hefur stefnt að því að komast í hóp þeirra hundrað bestu geti talið sér sæmd í slíkri ráðningu til að byrja með. „En kannski vildi skólinn ekki þurfa að verja ráðningu mannsins, skiljanlega því Jón Baldvin Hannibalsson er dónakall,“ segja þær Hildur og Helga Þórey. Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindadeildar, segir að um ákveðinn misskilning sé að ræða. Jón Baldvin hafi „alls ekki“ verið ráðinn sem kennari við Háskóla Íslands heldur hafi Baldur Þórhallsson fengið hann inn sem gestafyrirlesara í námskeiðið þar sem hann væri á leið í rannsóknarleyfi. Í bréfi Hildar og Helgu Þóreyjar komi hins vegar fram punktar sem þurfi að ræða. „Í þessum pistli koma fram sjónarmið sem við þurfum nauðsynlega að taka tillit til og ræða. Ég þarf að ræða það við Baldur áður en lengra er haldið,“ segir Daði Már sem ætlar að hitta Baldur í dag. Hann ítrekar að Jón Baldvin hafi ekki verið ráðinn sem kennari. „Ef Jón Baldvin hefði verið ráðinn við skólann hefði það farið í gegnum allt annað ferli.“
Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent