Innlent

Fullyrt að Snowden fljúgi til Íslands

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Øystein Jakobsen, fulltrúi norskra Pírata (t.v.) og Edward Snowden.
Øystein Jakobsen, fulltrúi norskra Pírata (t.v.) og Edward Snowden. samsett mynd
Øystein Jakobsen, fulltrúi norskra Pírata, fullyrðir að uppljóstrarinn Edward Snowden muni lenda á Gardemoen-flugvelli í Noregi í kvöld. Þaðan muni hann fljúga til Íslands.

Að sögn Aftenposten ætlar Jakobsen að hitta Snowden á flugvellinum, en hann lenti í Moskvu fyrir skömmu eftir flug frá Hong Kong.

Bandarísk stjórnvöld gáfu á föstudaginn út ákæru á hendur Snowden fyrir njósnir og fóru þess á leit við stjórnvöld í Hong Kong að þau handtækju hann.

Snowden hafði farið þar huldu höfði allt frá því að hann ljóstraði upp um stórfellt kerfisbundið eftirlit bandarískra stjórnvalda með síma- og netnotkun fjölda fólks.

Yfirvöld í Hong Kong vildu ekkert gefa upp um það í gær hvort að orðið yrði við beiðni Bandaríkjamanna um að handtaka Snowden.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×