Erlent

Oblivion á góðri siglingu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Tom Cruise getur enn lokkað bakhluta í bíósæti.
Tom Cruise getur enn lokkað bakhluta í bíósæti.
Vísindaskáldsögumyndin Oblivion var frumsýnd í Bandaríkjunum um helgina og var aðsóknarmesta kvikmynd helgarinnar. Hún halaði inn 38,2 milljónir dala, tæpum tuttugu milljónum meira en myndin í öðru sæti.

Oblivion, sem tekin var að hluta hér á landi og skartar Tom Cruise í aðalhlutverkinu, hefur verið í sýningu í rúma viku víða um heim, og hefur samanlagt skilað rúmlega 150 milljónum í kassann.

Það er nokkuð vel af sér vikið, en myndin kostaði um 120 milljónir dala í framleiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×