Körfubolti

Nigel Moore áfram hjá Njarðvík

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nigel Moore í leik með Njarðvík.
Nigel Moore í leik með Njarðvík. Mynd/Valli

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við Nigel Moore um að spila áfram með karlaliði félagsins sem og að þjálfa kvennaliðið á næstu leiktíð.

Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í dag. Þar kemur fram að flestir af núverandi leikmönnum kvennaliðsins hafi gert tveggja ára samning við félagið.

Það er þó ekki búið að ganga frá ráðningu erlends leikmanns en ólíklegt e að Lele Hardy snúi aftur, þar sem hún reynir nú fyrir sér í sterkari deildum.

Moore spilaði vel með Njarðvík í vetur. Hann skoraði rúm 20 stig að meðaltali í leik auk þess að taka tæp átta fráköst í leik og gefa rúmar fjórar stoðsendingar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.