"Til þjóðarinnar með þetta“ Pawel Bartoszek skrifar 21. september 2012 06:00 Nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunarkerfisins. Óháð skoðun manna á kvótakerfinu er þetta dæmi um það sem gerst getur ef stjórnmálamenn fá þjóðaratkvæðagreiðsluvopnið í hendurnar: Þeir nota það til að firra sig ábyrgð og vinna eigin stefnumálum fylgi. Er til betri leið til að ýta málum af strandstað en sú að „spyrja þjóðina álits"? Örugglega ekki. Hver getur verið á móti því? Í þjóðaratkvæðagreiðsluhimnaríkinu Sviss eru ekki haldnar þjóðaratkvæðagreiðslur að frumkvæði stjórnmálamanna, heldur aðeins vegna inngrips kjósenda eða vegna þess að þess er krafist í stjórnarskrá. Þannig eru þjóðaratkvæðagreiðslur í reynd einhvers konar dempun á völdum þingsins. Enda er almennt erfitt að koma hlutum í gegnum þjóðaratkvæði. Með réttri umgjörð er þjóðaratkvæðagreiðsla ekki algalið fyrirkomulag. En hérlendis virðist þeirri hugmynd nú vaxa ásmegin hér á landi að það sé í lagi að spyrja kjósendur um „aðalatriðin", til dæmis varðandi fiskveiðistjórnun eða stjórnarskrá og fylla svo upp í rest síðar. Hvergi í þjóðaratkvæðagreiðslufræðunum hef ég séð að það þætti góð hugmynd. Hún er það ekki. Hún gefur mönnum færi á að tala tveimur tungum. Til dæmis ef einhver kjósandi er ósáttur við eitthvað í einhverjum drögum þá gefa menn eftirfarandi loforð. Besta loforð stjórnmálamannsins: „Það er hægt að laga þetta seinna." Ræðum aðeins um beint lýðræði. Með tillögum stjórnlagaráðs er verið að breyta Íslandi úr ríki þar sem þjóðaratkvæðagreiðslur eru notaðar sjaldan og yfir í ríki þar sem þeim verður, að öllum líkindum, beitt ansi oft. Í tillögunum er gert ráð fyrir að kjósendur geti bæði vísað lögum í þjóðaratkvæði, sem og lagafrumvörpum sem þeir sjálfir hafa samið. Nái þetta fram að ganga verður Ísland það ríki í Evrópu á eftir Sviss sem notar þjóðaratkvæði mest. Það er ekki lítil breyting. Til að fara ekki í felur með það þá ber ég, sem fyrrverandi stjórnlagaráðsliði, mikla ábyrgð á því hvernig ákvæðin um þjóðaratkvæðagreiðslur í tillögum stjórnlagaráðs líta út. Þær var reynt að vinna í takt við bestu ráðleggingar alþjóðlegra stofnana og fræðimanna um beint lýðræði, fyrst meirihluti ráðsins vildi á annað borð fara þá leið að stórauka veg þess. Af þeim ástæðum voru flestir frestirnir hafðir rúmir, þátttökuþröskuldar engir og undirskriftarþröskuldar þannig að valdið væri raunverulegt. Það var og með ráðum gert að þingmenn fá í tillögunum ekki rétt til að skjóta málum í bindandi þjóðaratkvæði. En eitt vald hafa þó stjórnmálamenn í tillögum stjórnlagaráðs til að koma málum þangað. 113. grein tillagnanna hljómar svo: „Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytingar á stjórnarskrá skal það borið undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi. Hafi 5/6 hlutar þingmanna samþykkt frumvarpið getur Alþingi þó ákveðið að fella þjóðaratkvæðagreiðsluna niður og öðlast þá frumvarpið gildi engu að síður." Það fyrirkomulag sem hér er lýst varðandi breytingar á stjórnarskrá, hindrar það kannski ekki eitt og sér að vandað verði til verka við slíkar breytingar, en það er langt frá því að tryggja að það verði gert. Til hvers að setja lög, ef maður getur breytt stjórnarskrá? Um lagafrumvörp kjósenda má kjósa eftir tvö ár, skv. tillögunum, en um stjórnarskrárbreytingar eftir mánuð. Ég spái og óttast að nýir meirihlutar muni setja helstu áhugamál sín í þennan farveg, þessa fyrstu mánuði eftir kosningar meðan kjósendur elska þá enn. Hitt er svo enn stærra mál hvort það sé nægilega sniðugt að ákvæðum stjórnarskrárinnar megi breyta með einfaldri kosningu á þingi og þjóðaratkvæðagreiðslu örskömmu síðar. Eða jafnvel, það sem verra er, að henni verði breytt samdægurs ef allir þingmenn eru sammála um að það skuli gera. Kannski munu menn sýna meiri ábyrgð en svo. En ég veit það ekki hvort það sé nægilega gott að stjórnarskráin treysti á það að stjórnmálamenn hagi sér af ábyrgð og skynsemi. Og ég neita því ekki, að mér finnst ákvæðið um breytingarnar á stjórnarskránni, sem er það mikilvægasta í stjórnarskránni allri, ekki nógu gott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun
Nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunarkerfisins. Óháð skoðun manna á kvótakerfinu er þetta dæmi um það sem gerst getur ef stjórnmálamenn fá þjóðaratkvæðagreiðsluvopnið í hendurnar: Þeir nota það til að firra sig ábyrgð og vinna eigin stefnumálum fylgi. Er til betri leið til að ýta málum af strandstað en sú að „spyrja þjóðina álits"? Örugglega ekki. Hver getur verið á móti því? Í þjóðaratkvæðagreiðsluhimnaríkinu Sviss eru ekki haldnar þjóðaratkvæðagreiðslur að frumkvæði stjórnmálamanna, heldur aðeins vegna inngrips kjósenda eða vegna þess að þess er krafist í stjórnarskrá. Þannig eru þjóðaratkvæðagreiðslur í reynd einhvers konar dempun á völdum þingsins. Enda er almennt erfitt að koma hlutum í gegnum þjóðaratkvæði. Með réttri umgjörð er þjóðaratkvæðagreiðsla ekki algalið fyrirkomulag. En hérlendis virðist þeirri hugmynd nú vaxa ásmegin hér á landi að það sé í lagi að spyrja kjósendur um „aðalatriðin", til dæmis varðandi fiskveiðistjórnun eða stjórnarskrá og fylla svo upp í rest síðar. Hvergi í þjóðaratkvæðagreiðslufræðunum hef ég séð að það þætti góð hugmynd. Hún er það ekki. Hún gefur mönnum færi á að tala tveimur tungum. Til dæmis ef einhver kjósandi er ósáttur við eitthvað í einhverjum drögum þá gefa menn eftirfarandi loforð. Besta loforð stjórnmálamannsins: „Það er hægt að laga þetta seinna." Ræðum aðeins um beint lýðræði. Með tillögum stjórnlagaráðs er verið að breyta Íslandi úr ríki þar sem þjóðaratkvæðagreiðslur eru notaðar sjaldan og yfir í ríki þar sem þeim verður, að öllum líkindum, beitt ansi oft. Í tillögunum er gert ráð fyrir að kjósendur geti bæði vísað lögum í þjóðaratkvæði, sem og lagafrumvörpum sem þeir sjálfir hafa samið. Nái þetta fram að ganga verður Ísland það ríki í Evrópu á eftir Sviss sem notar þjóðaratkvæði mest. Það er ekki lítil breyting. Til að fara ekki í felur með það þá ber ég, sem fyrrverandi stjórnlagaráðsliði, mikla ábyrgð á því hvernig ákvæðin um þjóðaratkvæðagreiðslur í tillögum stjórnlagaráðs líta út. Þær var reynt að vinna í takt við bestu ráðleggingar alþjóðlegra stofnana og fræðimanna um beint lýðræði, fyrst meirihluti ráðsins vildi á annað borð fara þá leið að stórauka veg þess. Af þeim ástæðum voru flestir frestirnir hafðir rúmir, þátttökuþröskuldar engir og undirskriftarþröskuldar þannig að valdið væri raunverulegt. Það var og með ráðum gert að þingmenn fá í tillögunum ekki rétt til að skjóta málum í bindandi þjóðaratkvæði. En eitt vald hafa þó stjórnmálamenn í tillögum stjórnlagaráðs til að koma málum þangað. 113. grein tillagnanna hljómar svo: „Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytingar á stjórnarskrá skal það borið undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi. Hafi 5/6 hlutar þingmanna samþykkt frumvarpið getur Alþingi þó ákveðið að fella þjóðaratkvæðagreiðsluna niður og öðlast þá frumvarpið gildi engu að síður." Það fyrirkomulag sem hér er lýst varðandi breytingar á stjórnarskrá, hindrar það kannski ekki eitt og sér að vandað verði til verka við slíkar breytingar, en það er langt frá því að tryggja að það verði gert. Til hvers að setja lög, ef maður getur breytt stjórnarskrá? Um lagafrumvörp kjósenda má kjósa eftir tvö ár, skv. tillögunum, en um stjórnarskrárbreytingar eftir mánuð. Ég spái og óttast að nýir meirihlutar muni setja helstu áhugamál sín í þennan farveg, þessa fyrstu mánuði eftir kosningar meðan kjósendur elska þá enn. Hitt er svo enn stærra mál hvort það sé nægilega sniðugt að ákvæðum stjórnarskrárinnar megi breyta með einfaldri kosningu á þingi og þjóðaratkvæðagreiðslu örskömmu síðar. Eða jafnvel, það sem verra er, að henni verði breytt samdægurs ef allir þingmenn eru sammála um að það skuli gera. Kannski munu menn sýna meiri ábyrgð en svo. En ég veit það ekki hvort það sé nægilega gott að stjórnarskráin treysti á það að stjórnmálamenn hagi sér af ábyrgð og skynsemi. Og ég neita því ekki, að mér finnst ákvæðið um breytingarnar á stjórnarskránni, sem er það mikilvægasta í stjórnarskránni allri, ekki nógu gott.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun