Sport

Veðbanki spáir Gunnari sigri gegn Johnson

Gunnar í búrinu.
Gunnar í búrinu. mynd/páll bergmann
Veðbönkum líst greinilega vel á Gunnar Nelson því hann er talinn líklegri í bardaganum gegn DeMarques Johson sem hefur mun meiri reynslu í UFC en Gunnar.

Gunnar er að fara að keppa sinn fyrsta bardaga í UFC í lok mánaðarins en Johnson á tólf bardaga að baki og hefur unnið sjö þeirra.

Veðbankinn Betsson trúir á sigur Gunnars og gefur honum stuðulinn 1.55 gegn 2.45 stuðlum á DeMarques.

Upphaflega stóð til að Gunnar myndi keppa við Þjóverjann Pascal Krauss sem varð að segja sig frá bardagnum vegna meiðsla en Betsson spáði Gunnari einnig sigri í þeim bardaga sem nú er ljóst að ekki fer fram í bráð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×