Viðskipti innlent

Kröfu um frá­vísun Vafningsmálsins hafnað

Lárus Welding er annar sakborninganna í málinu. Hér er hann með Óttari Pálssyni verjanda sínum og Þórði Bogasyni verjanda Guðmundar.
Lárus Welding er annar sakborninganna í málinu. Hér er hann með Óttari Pálssyni verjanda sínum og Þórði Bogasyni verjanda Guðmundar. mynd/ gva.

Kröfu sakborninga í Vafningsmálinu svokallaða um frávísun var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur núna klukkan tvö. Úrskurðurinn, sem Símon Sigvaldason héraðsdómari kvað upp, er ekki kæranlegur til Hæstaréttar.

Það voru sakborningar í málinu, þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, sem fóru fram á að málinu yrði vísað frá dómi vegna ágalla á málsmeðferð þegar í ljós kom að tveir lögreglumenn sem störfuðu hjá sérstökum saksóknara höfðu unnið skýrslu fyrir þrotabú Milestone sem byggðu á gögnum frá embætti sérstaks saksóknara.

Vafningsmálið snýst í stuttu máli um það að þeir Lárus og Guðmnudur eru ákærðir fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína með tíu milljarða króna lánveitingu til Milestone.

Þórður Bogason, verjandi Guðmundar Hjaltasonar, segir að formlegir ágallar á málsmeðferð málsins hafi verið svo alvarlegir að hann hefði kosið að Hæstiréttur fengi að úrskurða um frávísun málsins. „Mér hefði fundist það vera fullkomlega eðlilegt. Mér finnst að þarna hefði átt að falla með ákærðu í málinu allur sá vafi sem er á formhlið málsins,“ segir Þórður.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×