Pálmi lagði Iceland Express til um tvo milljarða 11. apríl 2012 11:11 Pálmi Haraldsson. Eigandi iceland Express, Pálmi Haraldsson, hefur lagt félaginu til um tvo milljarða króna frá haustmánuðum samkvæmt fréttatilkynningu frá félaginu. Frá því var greint í Markaðnum í Fréttablaðinu í dag að Iceland Express hefði tapað tæplega þremur milljörðum króna í fyrra og vafi léki á rekstrargrundvelli félagsins. Í tilkynningu frá Iceland Express segir að það hafi orðið alger viðsnúningur í rekstri félagsins frá því ný yfirstjórn tók til starfa sl. haust. Þannig hafi sala farmiða aukist umtalsvert á fyrstu mánuðum ársins og horfur fyrir sumarið séu góðar. Svo kemur fram í tilkynningunni að með samstarfi við nýjan flugrekstraraðila, Holidays Czech Airlines, sé Iceland Express orðið með stundvísustu félögum sem gera út frá Keflavíkurflugvelli. Það er eignarhaldsfélagið Fengur sem á Iceland Express. Í Markaðnum segir að Fengur hafi skilaði ársreikningi sínum fyrir árið 2010 þann 28. mars síðastliðinn. Einu eignir þess félags samkvæmt honum voru Iceland Express og breska flugfélagið Astraeus, sem fór í slitameðferð í fyrrahaust. Vegna hlutdeildar í afkomu dótturfélaga sinna tapaði Fengur 1,5 milljörðum króna á árinu 2010 og eignarhlutir félagsins í þeim rýrnuðu úr því að vera 3,3 milljarða króna virði í árslok 2009 í að vera 486 milljóna króna virði í lok þess árs. Í áritun endurskoðanda Fengs er vakin athygli á, án þess að gera fyrirvara við, að atburðir sem áttu sér stað eftir reikningsskil hafi valdið "því að rekstrarhæfi félagsins sé brostið nema til komi nýtt eigið fé eða skuldum verði breytt í eigið fé". Samkvæmt upplýsingum Markaðarins eru allar skuldir Fengs við Nupur Holding SA í Lúxemborg, sem á allt hlutafé þess í gegnum dótturfélagið Academy S.a.r.l. Eigandi Nupur Holding er Pálmi Haraldsson. Viðbót: Pálmi Haraldsson sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu eftir að greinin birtist. Hún er svohljóðandi:Yfirlýsing Vegna fréttaflutnings um afkomu eignarhaldsfélagsins Fengs ehf. óskast eftirgreindu komið á framfæri: Eignarhaldsfélagið Fengur er skuldlaust gagnvart öðrum en eiganda sínum sem er félag í eigu undirritaðs. Engin ógn steðjar því að rekstrarhæfi eða styrk félagsins. Reykjavík 11. apríl 2012, Pálmi Haraldsson stjórnarformaður Fengs ehf. Tengdar fréttir Iceland Express tapaði tæpum þremur milljörðum króna Iceland Express tapaði um 2,7 milljörðum króna í fyrra, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Félagið hefur ekki birt ársreikning sinn fyrir árið 2011. Markaðurinn greindi frá því í mars að Eignarhaldsfélagið Fengur, eigandi Iceland Express, hefði afskrifað hlutafé í Iceland Express upp á rúmlega tvo milljarða króna í lok síðasta árs. 11. apríl 2012 11:05 Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Eigandi iceland Express, Pálmi Haraldsson, hefur lagt félaginu til um tvo milljarða króna frá haustmánuðum samkvæmt fréttatilkynningu frá félaginu. Frá því var greint í Markaðnum í Fréttablaðinu í dag að Iceland Express hefði tapað tæplega þremur milljörðum króna í fyrra og vafi léki á rekstrargrundvelli félagsins. Í tilkynningu frá Iceland Express segir að það hafi orðið alger viðsnúningur í rekstri félagsins frá því ný yfirstjórn tók til starfa sl. haust. Þannig hafi sala farmiða aukist umtalsvert á fyrstu mánuðum ársins og horfur fyrir sumarið séu góðar. Svo kemur fram í tilkynningunni að með samstarfi við nýjan flugrekstraraðila, Holidays Czech Airlines, sé Iceland Express orðið með stundvísustu félögum sem gera út frá Keflavíkurflugvelli. Það er eignarhaldsfélagið Fengur sem á Iceland Express. Í Markaðnum segir að Fengur hafi skilaði ársreikningi sínum fyrir árið 2010 þann 28. mars síðastliðinn. Einu eignir þess félags samkvæmt honum voru Iceland Express og breska flugfélagið Astraeus, sem fór í slitameðferð í fyrrahaust. Vegna hlutdeildar í afkomu dótturfélaga sinna tapaði Fengur 1,5 milljörðum króna á árinu 2010 og eignarhlutir félagsins í þeim rýrnuðu úr því að vera 3,3 milljarða króna virði í árslok 2009 í að vera 486 milljóna króna virði í lok þess árs. Í áritun endurskoðanda Fengs er vakin athygli á, án þess að gera fyrirvara við, að atburðir sem áttu sér stað eftir reikningsskil hafi valdið "því að rekstrarhæfi félagsins sé brostið nema til komi nýtt eigið fé eða skuldum verði breytt í eigið fé". Samkvæmt upplýsingum Markaðarins eru allar skuldir Fengs við Nupur Holding SA í Lúxemborg, sem á allt hlutafé þess í gegnum dótturfélagið Academy S.a.r.l. Eigandi Nupur Holding er Pálmi Haraldsson. Viðbót: Pálmi Haraldsson sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu eftir að greinin birtist. Hún er svohljóðandi:Yfirlýsing Vegna fréttaflutnings um afkomu eignarhaldsfélagsins Fengs ehf. óskast eftirgreindu komið á framfæri: Eignarhaldsfélagið Fengur er skuldlaust gagnvart öðrum en eiganda sínum sem er félag í eigu undirritaðs. Engin ógn steðjar því að rekstrarhæfi eða styrk félagsins. Reykjavík 11. apríl 2012, Pálmi Haraldsson stjórnarformaður Fengs ehf.
Tengdar fréttir Iceland Express tapaði tæpum þremur milljörðum króna Iceland Express tapaði um 2,7 milljörðum króna í fyrra, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Félagið hefur ekki birt ársreikning sinn fyrir árið 2011. Markaðurinn greindi frá því í mars að Eignarhaldsfélagið Fengur, eigandi Iceland Express, hefði afskrifað hlutafé í Iceland Express upp á rúmlega tvo milljarða króna í lok síðasta árs. 11. apríl 2012 11:05 Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Iceland Express tapaði tæpum þremur milljörðum króna Iceland Express tapaði um 2,7 milljörðum króna í fyrra, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Félagið hefur ekki birt ársreikning sinn fyrir árið 2011. Markaðurinn greindi frá því í mars að Eignarhaldsfélagið Fengur, eigandi Iceland Express, hefði afskrifað hlutafé í Iceland Express upp á rúmlega tvo milljarða króna í lok síðasta árs. 11. apríl 2012 11:05
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun