Undir allri steinsteypunni - Ræða Gyrðis Elíassonar í heild sinni 4. nóvember 2011 16:00 Gyrðir Elíasson Tók við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn á miðvikudag, fyrstur Íslendinga síðan Einar Már Guðnmundsson hlaut verðlaunin fyrir Engla alheimsins 1995. Mynd/Johannes Jansson/norden.org Gyrðir Elíasson rithöfundur veitti bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs viðtöku í Kaupmannahöfn á miðvikudagskvöld. Fréttablaðið og Vísir birta hér þakkarræðu hans. Háttvirta samkoma. Aldrei hefði mig grunað, þegar ég var unglingur að lesa Klakahöllina eftir Tarjei Vesaas og Vonin blíð eftir William Heinesen, að ég ætti eftir að standa hér í sömu sporum og þeir og aðrir ágætir höfundar sem hafa hlotið þessi verðlaun. Ég held að enginn höfundur skrifi til þess að vinna til verðlauna. Flestir skrifa líklega meðvitað eða ómeðvitað eftir mottói Ralphs Waldo Emerson, að það að hafa unnið verkið séu næg verðlaun í sjálfu sér. Hvað sem því líður er það með gleði sem ég tek við þessum verðlaunum hér í dag. Starf rithöfundarins er einmanalegt. Áratug eftir áratug situr hann einn og reynir að grafa upp úr eigin huga eitthvað sem honum finnst endilega að þurfi að komast á blað, og það getur stundum verið erfitt fyrir hann að telja sér sífellt trú um að það sem hann er að gera skipti í raun og veru einhverju máli fyrir aðra en hann sjálfan. Ég held ég geti sagt með nokkurri vissu að í bernsku minni hafi það verið nokkrar skandinavískar skáldkonur sem vöktu með mér hálfdulda löngun til að skrifa. Selma Lagerlöf, Tove Jansson, Anne Cath-Vestly, Maria Gripe, Astrid Lindgren og Sigrid Undset. Mögulega ásamt hinum óþekktu höfundum Íslendingasagna, og þá sérstaklega Grettissögu, sem varð mér hugleiknari en aðrar sögur vegna þess að ég ólst upp í Skagafirði, á Norður-Íslandi, þar sem Grettissaga gerist að stórum hluta. Það voru þó kannski íslenskar þjóðsögur umfram allt sem kveiktu í mér. Nokkru síðar kom Knut Hamsun til skjalanna, og kynni mín af honum hafa líklega ráðið úrslitaáhrifum um þá stefnu sem ég tók. Annars er fróðlegt að hugsa um hvað það er sem raunverulega veldur áhrifum þegar rithöfundastarfið er annars vegar, eða starf listamanna yfirleitt. List er ekki það eina sem hefur áhrif á mótun listamanns. Ég held að í því ljósi megi skilja hin frægu ummæli Halldórs Laxness um ömmuna sem sé nauðsynleg hverjum rithöfundi. Hann átti ekki aðeins við að þannig sé miðlað sagnaarfi fornra tíma, heldur að það sé fólkið sem stendur næst viðkomandi einstaklingi sem mótar hann, jafnvel umfram allt annað. Auðvitað verður þó enginn rithöfundur án þess að lesa bækur, og það mikið af þeim. Mark Twain sagði einhvern tíma að hann hefði engan áhuga á höfundum sem hefðu skrifað fleiri bækur en þeir hefðu lesið. En allt lífið verkar á þann sem hefur óljósan grun um að hann eigi eftir að feta svokallaða „listabraut“. Samlíf við land og náttúru, fólk og dýr, er jafnmikilvægt og sú menntun sem borgarsamfélög nútímans bjóða upp á, og reyndar byggir öll sönn menntun á þessu, þegar grannt er skoðað, enn þann dag í dag. Þegar sú stund rennur upp að borgarsamfélögin hafa að fullu gleymt uppruna sínum, er voðinn vís. Undir allri steinsteypunni er ennþá mold. Ég vona að heimur tækni og svokallaðra framfara muni aldrei yfirskyggja til fulls það lífsmagn sem skáldskapurinn býr yfir, lífsmagn sem er skylt sjálfri jörðinni. Ég þakka fyrir mig. Menning Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Sjá meira
Gyrðir Elíasson rithöfundur veitti bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs viðtöku í Kaupmannahöfn á miðvikudagskvöld. Fréttablaðið og Vísir birta hér þakkarræðu hans. Háttvirta samkoma. Aldrei hefði mig grunað, þegar ég var unglingur að lesa Klakahöllina eftir Tarjei Vesaas og Vonin blíð eftir William Heinesen, að ég ætti eftir að standa hér í sömu sporum og þeir og aðrir ágætir höfundar sem hafa hlotið þessi verðlaun. Ég held að enginn höfundur skrifi til þess að vinna til verðlauna. Flestir skrifa líklega meðvitað eða ómeðvitað eftir mottói Ralphs Waldo Emerson, að það að hafa unnið verkið séu næg verðlaun í sjálfu sér. Hvað sem því líður er það með gleði sem ég tek við þessum verðlaunum hér í dag. Starf rithöfundarins er einmanalegt. Áratug eftir áratug situr hann einn og reynir að grafa upp úr eigin huga eitthvað sem honum finnst endilega að þurfi að komast á blað, og það getur stundum verið erfitt fyrir hann að telja sér sífellt trú um að það sem hann er að gera skipti í raun og veru einhverju máli fyrir aðra en hann sjálfan. Ég held ég geti sagt með nokkurri vissu að í bernsku minni hafi það verið nokkrar skandinavískar skáldkonur sem vöktu með mér hálfdulda löngun til að skrifa. Selma Lagerlöf, Tove Jansson, Anne Cath-Vestly, Maria Gripe, Astrid Lindgren og Sigrid Undset. Mögulega ásamt hinum óþekktu höfundum Íslendingasagna, og þá sérstaklega Grettissögu, sem varð mér hugleiknari en aðrar sögur vegna þess að ég ólst upp í Skagafirði, á Norður-Íslandi, þar sem Grettissaga gerist að stórum hluta. Það voru þó kannski íslenskar þjóðsögur umfram allt sem kveiktu í mér. Nokkru síðar kom Knut Hamsun til skjalanna, og kynni mín af honum hafa líklega ráðið úrslitaáhrifum um þá stefnu sem ég tók. Annars er fróðlegt að hugsa um hvað það er sem raunverulega veldur áhrifum þegar rithöfundastarfið er annars vegar, eða starf listamanna yfirleitt. List er ekki það eina sem hefur áhrif á mótun listamanns. Ég held að í því ljósi megi skilja hin frægu ummæli Halldórs Laxness um ömmuna sem sé nauðsynleg hverjum rithöfundi. Hann átti ekki aðeins við að þannig sé miðlað sagnaarfi fornra tíma, heldur að það sé fólkið sem stendur næst viðkomandi einstaklingi sem mótar hann, jafnvel umfram allt annað. Auðvitað verður þó enginn rithöfundur án þess að lesa bækur, og það mikið af þeim. Mark Twain sagði einhvern tíma að hann hefði engan áhuga á höfundum sem hefðu skrifað fleiri bækur en þeir hefðu lesið. En allt lífið verkar á þann sem hefur óljósan grun um að hann eigi eftir að feta svokallaða „listabraut“. Samlíf við land og náttúru, fólk og dýr, er jafnmikilvægt og sú menntun sem borgarsamfélög nútímans bjóða upp á, og reyndar byggir öll sönn menntun á þessu, þegar grannt er skoðað, enn þann dag í dag. Þegar sú stund rennur upp að borgarsamfélögin hafa að fullu gleymt uppruna sínum, er voðinn vís. Undir allri steinsteypunni er ennþá mold. Ég vona að heimur tækni og svokallaðra framfara muni aldrei yfirskyggja til fulls það lífsmagn sem skáldskapurinn býr yfir, lífsmagn sem er skylt sjálfri jörðinni. Ég þakka fyrir mig.
Menning Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Sjá meira