Undir allri steinsteypunni - Ræða Gyrðis Elíassonar í heild sinni 4. nóvember 2011 16:00 Gyrðir Elíasson Tók við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn á miðvikudag, fyrstur Íslendinga síðan Einar Már Guðnmundsson hlaut verðlaunin fyrir Engla alheimsins 1995. Mynd/Johannes Jansson/norden.org Gyrðir Elíasson rithöfundur veitti bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs viðtöku í Kaupmannahöfn á miðvikudagskvöld. Fréttablaðið og Vísir birta hér þakkarræðu hans. Háttvirta samkoma. Aldrei hefði mig grunað, þegar ég var unglingur að lesa Klakahöllina eftir Tarjei Vesaas og Vonin blíð eftir William Heinesen, að ég ætti eftir að standa hér í sömu sporum og þeir og aðrir ágætir höfundar sem hafa hlotið þessi verðlaun. Ég held að enginn höfundur skrifi til þess að vinna til verðlauna. Flestir skrifa líklega meðvitað eða ómeðvitað eftir mottói Ralphs Waldo Emerson, að það að hafa unnið verkið séu næg verðlaun í sjálfu sér. Hvað sem því líður er það með gleði sem ég tek við þessum verðlaunum hér í dag. Starf rithöfundarins er einmanalegt. Áratug eftir áratug situr hann einn og reynir að grafa upp úr eigin huga eitthvað sem honum finnst endilega að þurfi að komast á blað, og það getur stundum verið erfitt fyrir hann að telja sér sífellt trú um að það sem hann er að gera skipti í raun og veru einhverju máli fyrir aðra en hann sjálfan. Ég held ég geti sagt með nokkurri vissu að í bernsku minni hafi það verið nokkrar skandinavískar skáldkonur sem vöktu með mér hálfdulda löngun til að skrifa. Selma Lagerlöf, Tove Jansson, Anne Cath-Vestly, Maria Gripe, Astrid Lindgren og Sigrid Undset. Mögulega ásamt hinum óþekktu höfundum Íslendingasagna, og þá sérstaklega Grettissögu, sem varð mér hugleiknari en aðrar sögur vegna þess að ég ólst upp í Skagafirði, á Norður-Íslandi, þar sem Grettissaga gerist að stórum hluta. Það voru þó kannski íslenskar þjóðsögur umfram allt sem kveiktu í mér. Nokkru síðar kom Knut Hamsun til skjalanna, og kynni mín af honum hafa líklega ráðið úrslitaáhrifum um þá stefnu sem ég tók. Annars er fróðlegt að hugsa um hvað það er sem raunverulega veldur áhrifum þegar rithöfundastarfið er annars vegar, eða starf listamanna yfirleitt. List er ekki það eina sem hefur áhrif á mótun listamanns. Ég held að í því ljósi megi skilja hin frægu ummæli Halldórs Laxness um ömmuna sem sé nauðsynleg hverjum rithöfundi. Hann átti ekki aðeins við að þannig sé miðlað sagnaarfi fornra tíma, heldur að það sé fólkið sem stendur næst viðkomandi einstaklingi sem mótar hann, jafnvel umfram allt annað. Auðvitað verður þó enginn rithöfundur án þess að lesa bækur, og það mikið af þeim. Mark Twain sagði einhvern tíma að hann hefði engan áhuga á höfundum sem hefðu skrifað fleiri bækur en þeir hefðu lesið. En allt lífið verkar á þann sem hefur óljósan grun um að hann eigi eftir að feta svokallaða „listabraut“. Samlíf við land og náttúru, fólk og dýr, er jafnmikilvægt og sú menntun sem borgarsamfélög nútímans bjóða upp á, og reyndar byggir öll sönn menntun á þessu, þegar grannt er skoðað, enn þann dag í dag. Þegar sú stund rennur upp að borgarsamfélögin hafa að fullu gleymt uppruna sínum, er voðinn vís. Undir allri steinsteypunni er ennþá mold. Ég vona að heimur tækni og svokallaðra framfara muni aldrei yfirskyggja til fulls það lífsmagn sem skáldskapurinn býr yfir, lífsmagn sem er skylt sjálfri jörðinni. Ég þakka fyrir mig. Menning Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Gyrðir Elíasson rithöfundur veitti bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs viðtöku í Kaupmannahöfn á miðvikudagskvöld. Fréttablaðið og Vísir birta hér þakkarræðu hans. Háttvirta samkoma. Aldrei hefði mig grunað, þegar ég var unglingur að lesa Klakahöllina eftir Tarjei Vesaas og Vonin blíð eftir William Heinesen, að ég ætti eftir að standa hér í sömu sporum og þeir og aðrir ágætir höfundar sem hafa hlotið þessi verðlaun. Ég held að enginn höfundur skrifi til þess að vinna til verðlauna. Flestir skrifa líklega meðvitað eða ómeðvitað eftir mottói Ralphs Waldo Emerson, að það að hafa unnið verkið séu næg verðlaun í sjálfu sér. Hvað sem því líður er það með gleði sem ég tek við þessum verðlaunum hér í dag. Starf rithöfundarins er einmanalegt. Áratug eftir áratug situr hann einn og reynir að grafa upp úr eigin huga eitthvað sem honum finnst endilega að þurfi að komast á blað, og það getur stundum verið erfitt fyrir hann að telja sér sífellt trú um að það sem hann er að gera skipti í raun og veru einhverju máli fyrir aðra en hann sjálfan. Ég held ég geti sagt með nokkurri vissu að í bernsku minni hafi það verið nokkrar skandinavískar skáldkonur sem vöktu með mér hálfdulda löngun til að skrifa. Selma Lagerlöf, Tove Jansson, Anne Cath-Vestly, Maria Gripe, Astrid Lindgren og Sigrid Undset. Mögulega ásamt hinum óþekktu höfundum Íslendingasagna, og þá sérstaklega Grettissögu, sem varð mér hugleiknari en aðrar sögur vegna þess að ég ólst upp í Skagafirði, á Norður-Íslandi, þar sem Grettissaga gerist að stórum hluta. Það voru þó kannski íslenskar þjóðsögur umfram allt sem kveiktu í mér. Nokkru síðar kom Knut Hamsun til skjalanna, og kynni mín af honum hafa líklega ráðið úrslitaáhrifum um þá stefnu sem ég tók. Annars er fróðlegt að hugsa um hvað það er sem raunverulega veldur áhrifum þegar rithöfundastarfið er annars vegar, eða starf listamanna yfirleitt. List er ekki það eina sem hefur áhrif á mótun listamanns. Ég held að í því ljósi megi skilja hin frægu ummæli Halldórs Laxness um ömmuna sem sé nauðsynleg hverjum rithöfundi. Hann átti ekki aðeins við að þannig sé miðlað sagnaarfi fornra tíma, heldur að það sé fólkið sem stendur næst viðkomandi einstaklingi sem mótar hann, jafnvel umfram allt annað. Auðvitað verður þó enginn rithöfundur án þess að lesa bækur, og það mikið af þeim. Mark Twain sagði einhvern tíma að hann hefði engan áhuga á höfundum sem hefðu skrifað fleiri bækur en þeir hefðu lesið. En allt lífið verkar á þann sem hefur óljósan grun um að hann eigi eftir að feta svokallaða „listabraut“. Samlíf við land og náttúru, fólk og dýr, er jafnmikilvægt og sú menntun sem borgarsamfélög nútímans bjóða upp á, og reyndar byggir öll sönn menntun á þessu, þegar grannt er skoðað, enn þann dag í dag. Þegar sú stund rennur upp að borgarsamfélögin hafa að fullu gleymt uppruna sínum, er voðinn vís. Undir allri steinsteypunni er ennþá mold. Ég vona að heimur tækni og svokallaðra framfara muni aldrei yfirskyggja til fulls það lífsmagn sem skáldskapurinn býr yfir, lífsmagn sem er skylt sjálfri jörðinni. Ég þakka fyrir mig.
Menning Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira