Viðskipti innlent

Landsvirkjun kannar sæstreng til Skotlands

Landsvirkjun er nú að kanna hagkvæmni Þess að leggja tæplega 1.200 km langan sæstreng til Skotlands. Strengurinn á að geta flutt allt að 18 tetravöttum af orku á ári.

Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni en hugmyndin er ekki ný og raunar um 20 ár síðan Landsvirkjun fór fyrst að kanna hugmyndir um lagningu sæstrengs til Evrópu. Hugmyndin er m.a. að selja rafmagn í smásölu, það er til almennings, í gegnum sæstrenginn.  Fyrrgreint afl gæti séð um 5 milljónum heimila í Evrópu fyrir rafmagni.

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir að könnun Landsvirkjunar njóti fyllsta stuðnings íslenskra stjórnvalda.

Þá er rætt við Valdimar Ármann hagfræðing hjá GAMMA sem segir að árlegur útflutningur á hreinni endurnýjanlegri orku frá Íslandi geti numið 10% af landsframleiðslu landsins eða rúmum 140 milljörðum kr.

Þetta mat Valdimars rímar nokkuð við rafmagnsverð til almennings á Bretlandseyjum í dag en 18 tetravött myndu skila tekjum upp á 155 milljarða kr. að því er segir á Bloomberg.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
0,85
2
25.420
ICEAIR
0,5
19
118.812
GRND
0,46
1
50
ARION
0,28
1
1.285
FESTI
0
1
28.375

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-1,34
9
47.133
SJOVA
-1,13
2
25.192
REGINN
-0,7
6
74.795
ORIGO
-0,63
2
6.901
MARL
-0,5
10
286.176
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.