Erlent

Vilja leyfa kynlíf innan fjölskyldna

Óli Tynes skrifar
Það er voða fallegt í Sviss.
Það er voða fallegt í Sviss.

Stjórnvöld í Sviss eru að íhuga að fella úr gildi lög sem banna kynlíf innan fjölskyldna. Dómsmálaráðherra landsins mælir fyrir því og þegar er búið að semja lagafrumvarp þessa efnis.

Foreldrar mega þá hafa samfarir við börn sín sem og systkini hvort við annað. Eða hver við annan eða hvor við aðra, þar sem samkynhneigð er ekki bönnuð.

Ætti ekki að vera refsivert

Í rökstuðningi segir meðal annars að lögin séu úrelt og aðeins hafi komið upp þrjú mál í þessa veru frá árinu 1984. Samkvæmt núgildandi lögum er hámarksrefsing við brotinu þriggja ára fangelsi.

Brottfellingin á þó ekki að ná til ungra barna. Daniel Vischer þingmaður Græningja segist ekkert sjá athugavert við kynlíf tveggja fullveðja einstaklinga þótt þeir séu skyldir. Blóðskömm sé vissulega erfitt siðferðilegt atriði en ætti ekki að falla undir refsilöggjöfina.

Ekki er þó allir þingmenn á sama máli. Talsmaður The Protestant Peoples Party segir til dæmis að morð séu einnig fátíð í Sviss. Samt detti engum í hug að fella refsingar við þeim úr gildi.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×