Innlent

Óttast ekki um bæinn - enn um sinn

Á skammri stundu hljóp vatnið niður fyrir þjóðveginn og varnargarðar umhverfis bæinn Þorvaldseyri eru við það að bresta.
Á skammri stundu hljóp vatnið niður fyrir þjóðveginn og varnargarðar umhverfis bæinn Þorvaldseyri eru við það að bresta.

Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri óttast um tún sín og ræktarlönd en flóð úr suðurhlíðum Eyjafjallajökuls er komið niður undir þjóðveg. Flóðið kom niður jökulinn og fór aðallega í Svaðbælisá að sögn Þorvalds. Á skammri stundu hljóp vatnið niður fyrir þjóðveginn og varnargarðar umhverfis bæinn eru við það að bresta.

„Ég óttast ekki um bæinn eins og er en ég óttast um túnin og ræktunina," segir Ólafur. Hann segir að um gríðarlegt magn sé að ræða. „Þetta er mikið krap og mikill aur og landslagsbreyting sem orðin er inn við gil," segir Ólafur og bætir við að hávaðinn sem fylgi hamförunum sé gríðarlegur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×