Viðskipti innlent

Fyrsta ákæra sérstaks saksóknara þingfest á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, er ákærður í málinu.
Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, er ákærður í málinu.
Ákæra sérstaks saksóknara á hendur þremenningunum sem grunaðir eru um umboðssvik í svokölluðu Exeter máli verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Um er að ræða fyrstu ákærur sérstaks saksóknara.

Það eru þeir Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður í Byr, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi forstjóri Byrs, og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, sem eru ákærðir.

Málið snýst um 1,1 milljarðs króna lán sem Byr veitti Exeter Holding á seinni hluta ársins 2008. Lánið var notað til þess að kaupa stofnfjárbréf af MP banka og stjórnarmönnum Byrs, Jóni Þorsteini Jónssyni og Birgi Ómari Haraldssyni, á yfirverði.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×